Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 132
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. 17. jan. 1826.
5. Á fremri burst: M I d Á annarri skammhlið: þann 17. Á
fremri langhlið: I A N 1826
6. Safnskýrslan: Breiðafjörður, Islandi. Fengið frá 2. deild.
Afhent 1934. Bruun höfuðsmaður útvegaði lár þennan á íslandi
fyrir heimssýninguna í París árið 1900. Var hann seinna afhentur
2. deild safnsins.
PRJÓNASTOKKAR
1. O. 379. 254/1931. Prjónastokkur úr beyki. Sjálfur stokkur-
inn eintrjáningur. Er aðalhlutinn ferstrendur í þverskurð. Fram-
lenging út frá báðum endum, og er stykki það með sveigðri útlínu
og tvíklofið. Stórt hverfilok, sem haldið er í skorðum með öðru minna.
Bæði með afsneiddum brúnum. Hnappur. L. 43. Br. 4,6. H. (að með-
töldum hnappi) 6,3.
2. 1 góðu lagi. Brúnbæsaður.
3. Útskurður á lokinu og á báðum langhliðum. Á langhliðunum
er ristur ferhyrningur í miðju, í honum er ANNO öðrum megin,
en á hinni hliðinni ártal. Annars kílskurðarbekkir meðfram efri og
neðri brún. Höfðaleturslína á miðreit loksins. Á hinum afsneiddu
brúnum er borði úr þríhyrndum kílskurði. — Snyrtilega unnið.
4. 1837.
5. þorg|þordar|d|a|
6. Safnskýrslan: Keyptur af hr. A. Ernst á 15 kr. Eftir upp-
lýsingum frá Seyðisfirði, Islandi. Var í eigu föður seljanda, Ernst
lyfsala á Seyðisfirði.
1. O. 381. Prjónastokkur úr furu. Ferstrendur í þverskurð. Hlið-
arnar úr einni fjöl. Botninn settur á eins og rennilok og festur
með einum koparnagla neðan frá, en mörgum frá hlið. Lokið er
mjótt rennilok með uppstandandi handfangi við endann. Stórt og
lítið hólf að innanverðu. L. 36,7. Br. 3,5. H. (með handfangi) 4,8.
2. Flísar hafa dottið úr brúnum og botni. Fáeinar maðkaholur.
Brúnbæsaður. 76. mynd.
3. Útskurður á langhliðum og ofan á. Lágt upphleyptur vaftein-
ungur á loki og báðum langhliðum. Stöngullinn á lokinu sléttur og