Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 133
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
139
grannur, eða 2—3 mm. Reglubundið munstur: Einn undningur í
hverri sveigju, með þreföldu blaði. Meðfram brúnunum eru blöð, sem
teygjast á langveginn og breikka yzt, eru þau kringd í endann. Ofan
á sjálfum stokknum, báðum megin og við lokendann, eru kílskurðar-
bekkir. Teinungarnir á langhliðunum eru ekki alveg eins, en frum-
76. mynd
hlutarnir hinir sömu. Breidd stönglanna 5—7 mm. Innri útlínur.
Höft þar sem stönglarnir skiptast í greinar, og víðar. í bylgjunum
er annaðhvort undningur með hnúð eða stórt blóm (úrkynjað
akantusblóm?) úr fimm blaðflipum, sem sumir hafa þverband. Tein-
ungarnir enda á rósettu. Uppi á innra skilrúmi er ristur kross. —
Vel og kunnáttusamlega skorið.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Ále.trun engin.
6. Safnskýrslan: Isafjörður, Islandi.
7. Safnskýrslan: 18. öld. Rómanskt svipmót á stílnum.
1. O. 382. Prjónastokkur úr furu. Sjálfur stokkurinn er ein-
trjáningur. Ferstrendur í þverskurð. Rennilok. L. 31. Br. 3,5. H. 4.
2. Brestir í botni. Trénegldir okar þvert yfir hann til styrktar.
Blámálaður. Leifar af gulri málningu á fangamarkinu á lokinu.
Virðist hafa verið borin þunn ljós málning á bláa litinn á langhlið-
inni. Málningin slitin.
3. Útskurður á langhliðum og loki. Lágt upphleyptir vafteinung-
ar. Stönglarnir allt að 1 sm á br. eða svo. Innri útlínur. Fjöldi
blaða meðfram öllum stönglinum. Eru þau ýmist oddhvöss eða tungu-
laga, skáskorin eða með innri útlínum. Á miðju loki er spegilfanga-
mark milli tveggja boga. Teinungsstúfur gengur út frá því á báðar
hendur. Stafirnir í fangamarkinu eru um 3 sm á br., og með innri
útlínum. — Þokkalega gert.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Fangamarkið: G G D