Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 134
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. Safnskýrslan: Keldur, íslandi.
7. Safnskýrslan: Um 1800. „í upphafsstöfunum vottar fyrir
hvítri málningu, annars er askjan máluð svört.“
1. O. 383. 253—1921. Prjónastokkur úr beyki. Ferstrendur í
þverskurð. Festur saman með tré- og koparnöglum. Einfalt hverfi-
lok. L. 34. Br. 5,1. H. 5,7.
2. Hnappinn vantar á lokið. Fáeina nagla vantar og smáflísar
hafa dottið úr. Ómálaður.
3. Útskurður á lokinu og öllum hliðunum fjórum. Á lokinu er
lágt upphleypt áletrun með latneskum bókstöfum. Utan um er rammi
úr mjög einföldum kaðalsnúningum. Á langhliðunum er sams konar
rammi, og innan við annar sléttur. Umlykja þeir vafteinung, sem er
eins og dreginn upp með ristum línum og skurði. Stór hnúður,
skreyttur lóðréttum smástungum, fyllir næstum því upp í hverja
bylgju. Annars eru til uppfyllingar margflipa blöð, og er hvelft
upp úr þeim sumum. Stönglarnir grannir og sléttir. Á aðra skamm-
hlið er rist ANNO með latneskum bókstöfum, en neðst láréttur
krákustígsbekkur milli þríhyrndra skipaskurðarstungna. Á hina
skammhliðina er rist ártal. — Þokkalegur frágangur á anno, ár-
tölum og krákustígsbekknum. Hitt er klunnalegt ásýndum. (Mun
það eftir annan tréskera?)
4. 1809.
5. HALLBERA | OLAFS | DOTTIR | a
6. Safnskýrslan: Úr hinu íslenzka safni Bruuns höfuðsmanns.
Fengið frá Nationalmuseet II.
1. O. 381+. (X 225.) Prjónastokkur úr furu. Ferstrendur í þver-
skurð. Sjálfur stokkurinn eintrjáningur. Rennilok (úr birki). L.
30,7. Br. 3,1. H. 3,7.
2. Brestur í annarri langhlið. Brúnbæsaður.
3. Útskurður á báðum langhliðum, annarri skammhlið og loki.
Mynd, sem líkist rósettu, er dregin upp með ristum línum á aðra
skammhliðina, e,r hún úr fjórum ferstrendum blöðum. Á báða gafl-
fleti loksins er ristur lítill kross. Ofan á lokinu er höfðaleturslína.
Vafteinungur á báðum langhliðum. Upphleypt verkan: Skorið niður
um allt að því 3 mm eða svo. Stöngulbreiddin um 5 mm. Innri
útlínur, höft á stönglunum, þar sem þeir skiptast í greinar. I hverri
sveigju er stór uppundin grein, sem endar á stórum hnúð, á honum