Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 135
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
141
er oddhvasst hnakkablað, skáskorið niður og með litlum lóðréttum
skorum. — Sómasamlegur útskurður, en ekki frábær að neinu
leyti.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Höfðaleturslínan: þuridurbiörnsdotter.
6. Safnskýrslan: Keldur, Islandi.
7. Safnskýrslan: 18. öld.
1. O. 385. Prjónastokkur úr furu. Beyki í langhliðunum. Fer-
strendur í þverskurð. Festur saman með tré- og koparnöglum. Fer-
strendur hnappur í miðju á báðum skammhliðum. Lokið grípur um
efsta hluta skammhliðanna. Er á því ferhyrnt gat og kringlótt, í
sambandi við læsingarkerfi. L. 80,1. Br. 4,3. H. 4,7.
2. Naglar hafa dottið úr, og einnig hefur flísazt úr stokknum.
Læsingin horfin. Lokið virðist yngra en sjálfur stokkurinn. Brún-
bæsaður.
3. Höfðaleturslína á öllum hliðunum fjórum og á lokinu. Auk
þess eru á lokinu tveir ristir krossar í ferhyrndri umgjörð, rist
Anno (með latneskum bókstöfum), ártal og aftur þrír krossar.
Krossar eru einnig ristir á þá hluta skammhliðanna, sem gnæfa
upp yfir. — Þokkalegur frágangur.
4. Erfitt að lesa úr ártalinu. (Sjá hér á eftir.)
5. Höfðaletursáletrunin: gudrungudm u ndsdottura
s tockin a (?) (n?)
Rist: ANNO 17 ( + krossar og strik).
6. Safnskýrslan: Lundur, íslandi.
7. Safnskýrslan: Ekki ljóst hvaða ártal þetta er. Ef x jafn-
gildir 9, á ef til vill að lesa: 1718. Það kann og að vera einungis
til skrauts.
1. 0. 386. (X 137). Prjónastokkur úr beyki. Rennilok úr eik.
Sjálfur stokkurinn eintrjáningur. Ferstrendur í þverskurð. Botn-
inn íhvolfur að innan. Lokið nær örlítið út fyrir annan gaflinn
og hefur tungumyndaða útlínu. L. 29,1. Br. 3,3. H. 2,5.
2. Brestir í botninum og brotið úr honum. Hefur verið settur
á hann málmkengur til styrktar við annan endann, en kengurinn
hefur brotnað um þvert. Flísazt hefur úr lokinu. Stokkurinn er
brúnbæsaður.
3. Höfðaleturslínur á öllum langhliðum (smátt letur, nær ekki