Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 136
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
út að efri og neðri brún). Báðum megin við línurnar eru þrír all-
langir hvolfskurðir, en fjórir slíkir á hvorri skammhlið. Á botn-
inn eru ristir bókstafir og ártal í einni línu. — Þokkalega gert.
(Áletrunin neðan á ekki eins falleg og hitt.)
4. 1802.
5. ualgerdurþaderuuerkinmin ) rr -f* i
lafsdottiraudgrundfin | adö J 0 a e ur*
Dru get eg ei þionad 1 ,
1802 ;Rlst
6. Safnskýrslan: Hruni, Islandi.
7. Safnskýrslan: Vísa, sem í vantar 2. 1. (t. d. að vel eg fái
prjónað). — Er það prjónn, sem hér er látinn tala.
1. 0. 387. (399/1927). Prjónastokkur úr furu. Sjálfur stokkur-
inn eintrjáningur. Afsneiddar brúnir, svo hann verður áttstrendur
í þverskurð. Sívalur að innan. Rennilok með ferhyrndum hnapp.
L. 31,3. Br. 4,5. H. (með hnappi) 5,5.
2. í góðu lagi. Líklega bæsaður með ljósbrúnu, en bæsingin
farin að slitna.
3. Útskurður á langhliðunum og á lokinu. Mjóar skorur þvert
yfir hnappinn, líkjast mest naglskurði. Þrjár kílskurðarstungur í
röð báðum megin við skorurnar. Á því sem eftir er af lokinu: Höfða-
leturslína. Sín hvor línan á hinum tveimur lóðréttu langhliðum.
Mjög einfaldur vafteinungur á skáhöllu hliðunum fjórum. Er hann
einungis gerður úr fáeinum ristum boglínum og þríhyrndum stung-
um. — Sómasamlegur frágangur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Ekki auðhlaupið að ráða fram úr höfðaleturslínunum.
gudnibiaradottir
h|liottusomargai
hrudafafödruma
6. Safnskýrslan: Frá íslandi. Frú Olavia Hansen gaf, ekkja
H. skrifstofustjóra hjá lögreglunni.
7. Safnskýrslan:-------guðni biaradottir hliottu so
marga i hendatatöðru ma
? ?
1. 0. 388. Prjónastokkur. Sjálfur stokkurinn úr birki (líklega
íslenzku), eintrjáningur, ferhyrndur, en íbjúgur í annan endann.