Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 139
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
145
2. Sprunginn. Flísar dottnar úr. Bæsaður ljósbrúnn.
3. Höfðaleturslína á báðum langhliðum og á lokinu. — Þokka-
legur frágangur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. þuridurst einsdottir atian ? ndsg
(Safnskýrslan: þuriðurst einsdottir atlanstud sæ)
6. Safnskýrslan: ísland. Gefandi frk. E. von Gerstenberg L.
Fiolstræde, Roskilde. Var í eigu Erik Eriksens lyfsala á Seyðisfirði,
og systur hans Petru E.
7. Safnskýrslan: Varla eldri en frá um 1800.
SPÓNASTOKKAR
1. 0. 372. B. (T. 206.) Spónastokkur úr birki. Sjálfur stokkurinn
eintrjáningur. Drekahaus á öðrum enda. Tveir útstæðir, kringdir
kaflar. Hálfhringslögun á hinum endanum. Stórt og lítið hverfi-
lok, bæði dálítið kúpt, og með hnappi. L. um 31. Br. um 8. H. 11.
2. Maðksmoginn. Leggur hnappsins að nokkru leyti uppétinn,
svo að hann er ekki fastur. Dálítið sprunginn. Grábrún bæsning
eða málning.
3. Drekahausinn rís upp úr. Trýnið þvert fyrir endann. Tenn-
urnar myndaðar með kílskurðarröðum, annars fyllir stór tunga
upp í munn drekans. Er gat í gegnum hana ofarlega (gert til að
hengja upp stokkinn?). Boglínur fyrir ofan og neðan augun. Ská-
strikaborði liggur frá enni fram á trýni. Kross ristur á hnappinn.
Skreyti rist á lokið. Má það einna helzt teljast úr jurtaatriðum.
Þróttmiklar línur. — Sómasamlega unnið. (Neðan á drekahausn-
um eru alldjúpar rákir og grófar. Mynda þær ferhyrning. Neðan
á stokkinn eru rist tvö tákn, sem líkjast bókstöfum.)
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Á miða í stokknum: Briem timburmeistari gaf. Grund, Eyja-
firði, íslandi.
Safnskýrslan: Fenginn frá Nationalmuseet (11), en þar er stokk-
urinn nr. 9775 á safnskýrslum. Gefinn safninu á sínum tíma (um
1850) af Briem trésmíðameistai’a, Grund, Eyjafirði, íslandi.
10