Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 140
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. Safnskýrslan: Hirzla fyrir hornspæni (ísl. spónastokkur),
skorin í ask (?)---------18. öld.
1. 0. 372. C. (T. 207.) Spónastokkur úr birki. Sjálfur stokkurinn
er eintrjáningur. Á öðrum enda frammjótt dýrshöfuð, og veit trýnið
upp á við. Tveir útstæðir og kringdir kaflar eru á stokknum og
alllangur miðkafli milli þeirra. Hinn endinn íbjúgur. Stórt og lítið
hverfilok, kúpt, og með hnapp. L. um 45,5. Br. um 8,5. H. um 11.
2. Dálítið maðksmoginn. Brúnbæsaður.
3. tJtskurður á hliðunum, ofan á loki og á botninum utanverð-
um. Höfðaleturslína á hvorri hlið. Miðhluti loksins hefur tvær línur.
Dýrshöfuðið: Uppi í gininu er eins og flöt tunga með samhliða ská-
línum, tveimur og tveimur saman (eiga líklega að tákna tennur).
Gat í gegn í munnvikunum. Boglínur yfir sporöskj ulaga augum,
sem hvort um sig hafa skipaskurð. Yfir boglínunum er ristur kráku-
stígsbekkur með þríhyrndri skipaskurðarstungu í þríhyrndum reit-
um. Allmargar ristar línur með litlum, lóðréttum skorum, liggja
frá augunum niður að trýni. Að neðanverðu eru tvö rist gróp. Á
kringlunum á lokinu er valhnútur í hring. Milli skiplaga skora
og þríhyrndra skipaskurðarstungna koma fram myndir, sem líkjast
fiðrildum. Utan við hringinn eru dregnar upp með ristum línum
litlar blaðtungur. — Allvel unnið.
4. í ristum ferhyrningi á neðra borði: ANNO: 17SZ:
14 : D : A (þ. e. 14. apríl 1752.)
5. ionþorstei kinn|m
nssonasto edjriettu
6. Á miða í stokknum: Bárðardalur, íslandi.
Safnskýrslan: Fenginn frá Nationalmuseet (II) — — —
Úr Bárðardal (Isl.). „Fengið (um 1855) frá Hr. Gudmann jun.“
8. Mynd í Tidsskr. f. Industri 1903, bls. 146 (mynd 12).
1. 0. 372. D. (T. 208.) Spónastokkur úr birki. Sjálfur stokkur-
inn eintrjáningur. Á öðrum enda frammjór dýrshaus, og veit trýnið
upp. Hinn endi stokksins er íbjúgur. Er þar gat þvert í gegnum
hann. Bumbur til beggja enda og talsvert langur miðkafli. Stórt
og lítið hverfilok, kúpt að ofan, með hnapp. L. um 38,5. Br. 7. H.
um 9.
2. Flísazt hefur úr trýninu. Hnappurinn nýr. Brúnbæsaður.
3. Útskurður á hliðunum og ofan á. Krákustígsbekkur gerður