Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 141
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
147
úr ristum línum, þremur og þremur saman, og fáeinum kílskurð-
arstungum, liggur þvert yfir ennið á dýrshausnum. Þrjár boglínur
yfir hvoru auga, og niður frá hvoru auga fram á trýnið liggja bog-
línur, þrjár og þrjár saman. Tvær samsíða ristar línur tákna munn.
Neðan á hausnum mætast tvær línur og mynda hvasst horn. Á
lokinu er upphleypt stönglaskraut. Virðist þar vera hreinasti hræri-
grautur af stönglum, sem skera hver annan og mynda vafninga.
Skorið niður um 3—4 mm á milli þeirra. Tvöfaldar innri útlínur,
svo stönglarnir virðast röndóttir. Sums staðar endar stöngull á rós-
ettu. Eru stönglarnir flatir og um 7 mm á breidd. Báðar hliðar
stokksins eru eins. Á miðkaflanum er festi úr hringum (tvöföld út-
lina í hverjum hring). Tvö samhliða bönd þrædd gegnum þá. Þrí-
hyrndar skipaskurðarstungur til uppfyllingar. Á hinum útstæðu
köflum eru langir, láréttir hvolfskurðir í tveimur lóðréttum röðum.
Báðum megin er rist lóðrétt lína. — Þokkalega unnið.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Skagafjörður, Islandi.
7. Safnskýrslan: 18. öld.
1. O. 372 E. Spónastokkur úr birki (fura í miðstaf og hnappi).
Sjálfur stokkurinn eintrjáningur. Drekahaus á öðrum enda. Bak við
hann kringd útvíkkun (aðeins ein, en ekki tvær eins og venja er til).
Stórt og lítið hverfilok. Afsneiddar brúnir á loki og botni. Botninn
íhvolfur að innan. L. 27,3. Br. 6,2. H. 5.
2. Maðksmoginn. Dálítið sprunginn. Svo mjög hefur étizt upp
úr gatinu fyrir hnappinn, að hann er nú of laus í og lokuútbúnað-
urinn þess vegna ekki í lagi. Brúnbæsaður.
3. Á drekahausnum er ægilegur tanngarður (og gat þvert í
gegnum hann innst). Boglínur yfir augum, munnvikum og nösum.
Ristar línur með litlum, þverbeinum skorum, liggja frá augunum
niður að trýni. Neðan á hausnum mætast tvær randir í hvössu horni.
Tvær litlar kílskurðarraðir eru á útvíkkuninni á lokinu, næst dreka-
hausnum, og þar er upphleypt þríhyrningsmynd með tungum á einni
hlið. Því næst er áfastur stafur á báðum lokunum eftir miðju. Er
hann skreyttur með beinum ristum línum og naglskurði. — Verkið
er gróft og frumstætt.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.