Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 146
152
Arbök fornleifafélagsins
5. Höfðaletursáletrunin á lokplötunni, auk ihs-fangamarksins,
sem áður er nefnt: gieFeossollumglede uist
guddrot
Fyrri línan á hliðinni: tin|FireriesumchtiþemFagnadarsaladsiastogs
Síðari línan á hliðinni: amanBuamedhreinreast|mikidliggurimiero
6. Safnskýrslan: Hruni, íslandi. Keyptar á 2 kr.
7. Á miða, merktum Nr. 132, stendur: Kringlóttar íslenzkar
sméröskjur. (Því næst höfðaletursáletrunin og þýðing hennar á
dönsku. Er síðasta setningin þýdd svona: 0, hvor jeg (o: æsken)
rummer meget). 18. öld.
1. 122/1930. (0. 332 b.) Trafaöskjur úr beyki. Botnplatan úr eik.
Kringlóttar. Tré- og koparnaglar. Tágar. Þvermál 21,7. H. 9,5.
2. Svolítið gisnar. Flísar úr. Gat eftir nagla í neðri brún efri
öskjunnar (hefur snúið hins veginn áður?) Brúnbæsaðar.
3. Útskurður á plötu og hlið efri öskjunnar. Sammiðja hringa-
tilhögun á plötunni. Yzt er rist ANNO og ártal (í rómverskum töl-
um), að öðru leyti kílskurður. Innan við ristan hring tekur svo við
höfðaleturslína, sem er rofin tvisvar af þríhyrndum reit með þremur
íbjúgum skorum (skorið niður í áttina að bognu hliðinni), en utan
við hvorn reit er ristur bogi, kross og brotin lína. Svo er aftur ristur
hringur og innan við hann fjögurra blaða skipaskurðarrós, yzt í
henni, milli blaðanna, liggja í hring fjórar skipaskurðarskorur, en
innst fjórar kílskurðarstungur. Höfðaleturslína er á hliðinni á efri
öskjunni. Fjögurra blaða skipaskurðarrós inni í hring rýfur le.tur-
línuna á fjórum stöðum. (Rós þessi er dálítið einfaldari en sú, sem
er á plötunni). — Frágangur góður.
4. ANNO MDCCLXXVIII (c: 1778.)
5. Mjög erfitt að ráða fram úr höfðaleturslínunum.
6. Safnskýrslan: ísland. Keypt af yfirlæknisfrú Wandall,
Kaupmh., á 10 kr.
7. Safnskýrslan: Mjög erfitt að lesa áletrunina vegna stafagerð-
arinnar. Hugsanlegt er, að þarna standi: osku sig — riðmund — u|rog
— strio — arfs — ösk.
1. 0. 333. Trafaöskjur úr eik. Kringlóttar. Naglar og bönd úr
messing. Trénaglar. Þvermál (loks) 32,5. H. um 9,1 (hnappur
ekki meðtalinn).