Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 147
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
153
2. Bæði lokplatan og botnplatan settar saman úr tveimur fjöl-
um. Sú minni í lokinu kann að vera nýleg. Nokkra trénagla vantar.
Flísar dottnar úr. Annars eru öskjurnar í góðu lagi. Brúnbæsaðar.
3. Útskurður á lokplötunni. Munstur gert úr flötum böndum og
skipaskurði. Böndin um 1^/2 sm á br. Eru þau lögð í tvo jafnhliða þrí-
hyrninga, sem skera hvor annan og mynda stjörnu. f öllum reitunum,
sem fram koma, er lykkjumunstur, myndað kringum stóra skipa-
skurði allt að 7 mm djúpa, og eru þeir oddhvassir í annan endann,
en bognir í hinn. í ytri reitunum er lykkjunum raðað upp í blævængs-
mynd. f þríhyrningunum í stjörnuoddunum mynda þær smárablað,
í hinum sexstrenda miðreit mynda þær stóra rósettu. Þar er áfestur
hnappur í miðju. — Frágangur sómasamlegur. Góð heildaráferð.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Kringlóttar smjöröskjur, með skipaskurði.
Hruni, íslandi. Keyptar á 3 kr.
7. Safnskýrslan: 18. öld.
1. 0. 336. (X 198) Trafaöskjur úr beyki. Kringlóttar. Trénaglar.
Tágar. Þvermál 20,5. H. 9,6.
2. Brotið úr neðri öskjunni. Sprungur. Maðksmognar. Brún-
bæsaðar.
3. Útskurður á lokplötunni. Munstur með sammiðja hringa að
uppistöðu. í miðju er óregluleg, fjögurra blaða skipaskurðarrós í
hring. Utan við hana er hringur úr einföldum kaðalsnúningi, með-
fram bekk með reglulegri kaðalsnúningi, því næst aftur hringur úr
einföldum kaðalsnúningi. Þá er einfaldur vafteinungur, og er hver
bylgja fyllt með stóru blaði, sem skreytt er allmörgum, ristum línum,
yzt er krákustígsbekkur milli kílskurðarstungna. Hinir ýmsu borðar
eru nánast dregnir upp, og gætir hvergi mikillar upphleypingar.
Hringarnir halda öllu í skefjum. Annars er skrautverkið fremur
óreglulegt í smáatriðum.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Borg, fslandi. Keyptar á kr. 1,50.
1. 0. 33U. (251—1921). Trafaöskjur úr beyki. Botnplatan úr
furu. Kringlóttar. Trénaglar og tágar. Þvermál um 28. H. um 10.