Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 148
154
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. Svolítið sprungnar og flísar dottnar úr. Oki hefur verið settur
neðan á lokplötuna til styrktar. Ómálaðar.
3. Útskurður á hlið efri og neðri öskju og á plötunni að ofan. Á
hliðum beggja eru lágt upphleyptir hringar í festi. Eru, hringarnir
á neðri öskjunni um 1,5 sm á br., en á lokinu um 1 sm. Hinir fyrri
eru líka stærri um sig. Á báðum stöðum innri útlínur og höft. Sam-
miðja hringatilhögun á loki. í miðju er ihs-fangamark úr stönglum,
sem líkjast mest böndum, og er eins frá þeim gengið og hringunum
á hliðum askjanna. Stönglarnir enda á blaðskúfum. Utan við mjóan,
sléttan hring tekur svo við lágt upphleyptur vafteinungur. Þá er
annar hringur, grannur og sléttur, og annar vafteinungur, svipaður
hinum fyrri, en yzt grannur og sléttur hringur. Teinungarnir eru
mjög einfaldir, með sléttum stöngli, sem gengur í lágum bylgjum.
Þær eru fylltar hver um sig með margflipa blaði. Er á því einn
kringdur flipi og einn til þrír strendir í innsta teinungnum, einn
kringdur og sex til sjö strendir í þeim yzta. (Inni á botnplötunni eru
tveir ristir, sammiðja hringar og hluti af hringferli, sem sker þá.) —
Frágangur sómasamlegur. Bókstafirnir og hringarnir beztir. Jurta-
skreytið frumstætt.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Ekki önnur áletrun en ofannefnt ihs.
6. Safnskýrslan: Úr hinu íslenzka safni Daniels Bruuns höfuðs-
manns. Fengið frá Nationalmuseet II,---------
1. 3b—1905. Trafaöskjur úr furu. Sporbaugslaga. Trénaglar.
Beit og naglar úr messing, naglarnir' með hálfkúluhaus. L. 34. Br.
26,5. H. 11,6.
2. Dálítið sprungnar. Flísar dottnar úr. Brúnbæsaðar.
3. Á enda hliðarfjalanna er kringluborði, svo að jaðarinn verð-
ur laufskorinn. Útskurður á lokplötunni. Jurtaskreyti, lágt upphleypt,
og með samhverfri tilhögun, út frá miðmöndli. Því sem næst að vera
tvöfaldur teinungur, með fjölda undninga. Enda þeir á þrí- eða fjór-
ílipa blaði, sumir hafa lítið, oddhvasst hnakkablað. Breidd stöngl-
anna yfirleitt um 2 sm. Innri útlínur. Miðmöndullinn er sýndur að
nokkru leyti með perluröð og rósettukynjuðu blaðskrauti. — Frá-
gangur sómasamlegur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.