Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 151
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
157
mestu leyti upphleypt jurtaskraut. Á kringlóttum reit á miðju loki
er skipaskurðarstjarna, sexblaðarós, lítill kross skilinn eftir í
hverju blaði. Milli blaðanna eru tungumynduð blöð. Þannig er skorið
í hin tungumynduðu blöð, að þau virðast lögð hvert yfir annað, þrjú
og þrjú. Utan við miðreitinn er breiður hringur með upphleyptum
teinung, er hann um 5 mm á hæð. Myndar aðalstöngullinn þrí-
hyrning með afsneiddum hornum. Fjöldi greina gengur út frá
honum, og vefjast þær í sívafninga. Sumar skera hann. Allir eru
stönglarnir sléttir og lítið eitt ávalir að ofan. Fáeinar greinar hafa
innri útlínu öðrum megin. Á sumum sívafningunum er lítið blað með
akantussvip og þróttmikilli, ristri miðlínu. Annars einstök, löng og
tungumynduð blöð með naglskurðarröð. Breidd stönglanna allt að
iy2 sm eða svo. Vafteinungur úr sömu atriðum er á hlið efri öskj-
unnar. (Hann sést ekki allur, þar eð stykki vantar neðan á hliðina.)
Stönglarnir eru hér grennri. Milli tágasaumanna er lítið, samhverft
jurtaskreyti með grönnum stönglum og undningum og tveimur rúðu-
strikuðum kólfum. Svipað skreyti, en stærra, er milli táganna á hlið
neðri öskjunnar. Á henni er annars stór vafteinungur, með eins frá-
gangi og er á lokinu, en stönglarnir eru breiðari (allt að 2 sm eða
svo), yfirleitt eru ekki á honum blöð með akantussvipmóti, hins vegar
tveir rúðustrikaðir kólfar. Byrjunin er efst við annan sauminn. Geng-
ur stöngull frá kólfi, sem er fylltur skipaskurði, skorurnar odd-
hvassar í annan endann, en kringdar í hinn. Innri útlínur á hluta
af aðalstönglinum. — Fremur gróft verk, fallegast á lokplötunni.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: ísland. A. Feddersen fiskveiðaráðunautur
keypti.
7. Safnskýrslan: Um 1800.
1. 0. 371. (X 313). Trafaöskjur. Beyki í plötunum, en eik í hlið-
unum. Kringlóttar. Trénaglar. Nýrri messingartittir. Tágasaumar
(tvö samskeyti, bæði á efri og neðri öskjunum.) Þvermál um 27,5.
H. um 10.
2. Brestur þvert yfir lokplötuna. Botnplatan mun vera gerð úr
tveimur jafnstórum fjölum. Allstórar flísar hafa dottið úr hliðunum.
Lítið eitt maðksmognar. Brúnbæsaðar.
3. Útskurður á plötu og hlið loksins. Niðurröðunin á plötunni
byggist á sammiðja hringum. Yzt tvær höfðaleturslínur. Handan