Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 153
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
159
(Innri fjögurra blaða rósetta í hring í miðri þessari rósettu.) Þá
tekur við slétt umgjörð og utar, milli ristra hringa, er röð tungu,-
myndaðra blaða. Bekkur þessi er endurtekinn yzt á lokplötunni. Fyrir
innan og í hring er sex blaða skipaskurðarrós með hring úr kráku-
stígsbekk yfir blöðunum. Á hliöunum eru lóðréttir kílskurðar- og
krákustígsbekkir. Samhverf jurtaatriði (út frá láréttum möndli).
Litlir stönglar með undnum greinum og blaðflipum. — Frágangur
allur mjög snotur og þokkalegur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: ísland. Keypt á uppboði hjá Hees Eftflg.,
Kaupmh.
1. 16966. Lokplata af trafaöskjum, úr beyki. Kringlótt. Þvermál
17,5—18.
2. Brestur þversum. Maðksmogin. Brotið úr henni. Brúnbæsuð.
3. Útskurður á efra borði. Sammiðja hringar ráða niðurröðun
skreytisins. í kringlu í miðju er ihs-fangamarkið, og eru á því innri
útlínur, smáskorur og rúðustrikun. Þá er hringur með kílskurði, þá
hringur með höfðaletri, og yzt er krákustígsbekkur, milli kílskurð-
arstungna, og er á honum rist miðlína. — Ekki sérlega vel unnið í
smáatriðum.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. gud|run|ionsdottir|amig|en
6. Safnskýrslan: Keypt.
ASKAR
1. M. 1176. (X 251). Askur úr furu. Venjulegt lag, nema hvað
eyru eru báðum megin auk hins litla að framan og uppistöðunnar að
aftan. Br. 21,8. H. 15.
2. Slitinn. Flísar dottnar úr. Kvistgat á botni. Maðksmoginn.
Brúnbæsaður.
3. Ristar þverlínur á eyrunum. Útskurður á loki. Á upphækkuðu
köflunum hjá uppistöðu og totu er rist ANNO og ártal. Á totunni eru
auk þess ristar línur, skipaskurður með hafti, sem er skilið eftir,