Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 156
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. 1845.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Úr Dalasýslu, Islandi. Keyptur á 2 kr.
7. Safnskýrslan: Tidsskr. f. Kunstindustri 1887 (mynd 15).
1. M. 1178. (X 252). Askur úr furu. Venjulegt lag, nema hvað
frameyrað vantar og ekki er tota á lokinu. Allar gjarðirnar þrjár
úr tré. Br. um 17,5. H. um 12,5.
2. Laus í samskeytunum. Miðgjörðin laus. Flísar dottnar úr.
Maðksmoginn. Mun vera brúnbæsaður, a. m. k. að ofan. Þar eru einn-
ig leifar af gulri málningu.
3. Á lokkúpunni er einungis rennd strikheflun (eins og grannir,
sammiðja hringar, eilítið upphækkaðir). Á hlýrunum er bekkur úr
smágerðum kílskurði, tveir bekkir úr tungum með hvolfskurði og
ristur kross með kílskurðum milli armanna. Aftan á uppistöðunni eru
lóðréttir skipaskurðir, tveir og tveir, og skildir eftir í þeim einn eða
tveir ferhyrningar. Fimm þverraðir úr smágerðum kílskurði og á
milli þeirra ristar línur. — Allsnotur frágangur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Frá Islandi. Fenginn frá Nationalmuseet II.
7. Safnskýrslan: Var notaður undir velling eða graut. Um 1800.
1. M 1178 a. (26/99). Askur úr furu. Venjulegt lag. Br. 24.
H. 13,1.
2. í góðu ásigkomulagi. Svolítið maðksmoginn. Brúnbæsaður að
utan. Rauðmálaður að innan og á utanverðum botni.
3. Útskurður á loki. Rist ártal á upphækkaða reitnum við hlýr-
ana. Ofan á þeim báðum er borði úr upphleyptum tungum, um 2 mm
á hæð. Jurtaskreyti, jafnhátt upphleypt, er á lokkúpunni. Stönglar,
sem líkjast böndum, skreyttir innri útlínum og um 2 sm á br., mynda
samhverft skreyti. Spretta þeir frá hálfhring með ristum boglínum,
sem komið er fyrir hjá hlýrareitnum. Frá kringdum enda stönguls-
ins sprettur langt og mjótt blað. Fáeinir blaðoddar til uppfyllingar. —
Frágangur sómasamlegur, en vinnan dálítið gróf.
4. 1771.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Frá íslandi. Keyptur í Aarhus ;-------