Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 157
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
163
1. M. 1178 b. (27/99). Askur úr furu. Yenjulegt lag, nema
hvað lítið eyra er á hvorri hlið auk eyrans að framan og uppistöð-
unnar. Auk þess er stafurinn, sem er samfastur frameyranu, hærri
en hinir og gengur upp um skarð í lokinu. Br. 23. H. 14,5.
2. Mjög laus í samskeytum. Maðksmoginn og flísar hafa dottið
úr. Gjarðirnar að ofan og neðan munu vera nýrri. Ómálaður.
3. Eyrun hafa ristar þverlínur. Útskurður á lokinu, ristar línur
og skorin munstur. Skrautinu á hinu kúpta ytra borði loksins er
raðað eftir sammiðja hringum. Yzt er lágt upphleypt brún, þá borði
með kílskurði, því næst borði með röndum, sem liggja langsum.
Miðhlutinn lítið eitt hærri. Er yzt á honum hringur með skrautbekk
úr þríhyrndum skipaskurðum. Inni í hringnum er skipaskurðar-
stjarna, sexblaðarós. Liggur hringur yfir miðju blaða hennar, og
önnur blöð ganga eins og geislar út á milli þeirra, verða þannig 24
oddar á stjörnunni. Yzt á milli oddanna eru kílskurðarstungur, sem
snúa oddi inn á við. Á hækkuðu skreytishlutunum tveimur, hjá tot-
unni og uppistöðunni, eru bekkir með sömu atriðum og eru á hinum
kúpta fleti. — Þokkalega gert.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Frá Islandi. Svendborghérað.
1. 172—1935. Askur úr furu. Venjulegt lag. Allar gjarðir úr
tré. Br. 22,5. H. 13,5.
2. Lítið eitt maðksmoginn. Brúnbæsaður. Bæsingin allslitin. 82.
mynd.
3. Fáeinar ristar línur á eyrunum. Útskurður á lokinu. Meðfram
brún þess eru ristir tveir sammiðja hringar, og ganga lítil strik
eins og geislar frá þeim ytri út að lokbrúninni. Á hlýrunum (báðum
megin uppistöðunnar) e.ru tvær ristar, beinar línur með litlum,
þverstæðum strikum. Á lokinu er í miðju eins konar rósetta, mynduð
úr þríhyrndum skipaskurðum inni í fimmhyrningi, en utan um
hann hringur með krákustígsborða milli skipaskurða. Til samans
líkist þetta blómi á lágt upphleyptri jurt, sem sprettur frá hjarta-
laga mynd við uppistöðuna. Samhverf tilhögun. „Blómið" er á
miðjum miðstöngli. Víða er rist miðlína á stönglunum. „Hnúðar“
með lítilli holu í miðju eða með hafti, sem myndast við skurð niður
frá hvorri hlið. — Frágangur sómasamlegur.