Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 160
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1—2 mm á hæð, ekki alveg eins báðir. Er innri útlína við aðra
stöngulbrúnina. Greinarnar vefjast upp í sívafninga með hnakka-
blöðum, einu eða fleiri, oddhvössum og sveigðum. Báðir teinung-
arnir hafa fleirflipa skeiðarblað (eða blóm?) uppi á stönglinum.
Annars staðar á efra borði fjalárinnar er tvöfaldur teinungur úr
sömu frumhlutum. Sprettur hann úr greipum nakinnar mannsmynd-
ar, sem snýr fram, en neðri hluti líkamans er eins og tveir sporðar,
sem liggja út og upp á hvora hlið. Sítt hár. Teinungsbylgjurnar
eru hér kringlóttari, og í sumum þeirra enda undningarnir á bjöllu-
laga blómi. Algerlega samhverf tilhögun. Milli endans á þessum
teinungi og fremra handfangs er einkennilegt skreyti, jafnlágt upp-
hleypt. Myndast það af tveimur stönglum, sem verða hjartalaga
mynd, og veit broddurinn upp. Stönglarnir enda á fáeinum litlum
sívafningum. Inni í hjartanu spretta einnig út frá þeim tveir sí-
vafningar með fáeinum blöðum eða ef til vill dýrslöppum. Frá hjarta-
broddinum gengur blaðskúfur til hvorrar handar, og uppréttur
stöngull með blómi, sem myndað er af allmörgum stönglum og blöð-
um og ef til vill tveimur dýrshöfðum. Samhverf niðurröðun. Höfða-
leturslína er á yztu brún fjalarinnar allt í kring. — Skammlaus frá-
gangur. Skreytið hefur ekki mjög íslenzkt svipmót.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. christur | blesse |kiæru | þa j sem | kief linu
þessu|hel
dura | ivöku | og j svef ni | veri | hia | volldugur j dr
(það sem eftir er, framan við fremra handfang,
er næstum útmáð.)
6. Safnskýrslan: Frá íslandi. Fengið frá Nationalmuseet II,---
— Presturinn síra Jón Jónsson sóknarprestur að Stærri-Árskógi
á Islandi, gaf safninu árið 1822.
7. Safnskýrslan: Fyrri hluti 18. aldar. Síðasta línan er hér lesin
á þennan hátt: dro — <ttin>n himi<n> — vm á.
8. Mynd í Tidsskr. f. Industri 1903, grein Daniels Bruun, mynd
12 (bls. 146).
1. 0. 167. Trafakefli. Viðartegund? Á öðrum enda er handfang,
sem líkist mannshendi, og er á því undningur. Skaft í líki dýrshöf-
uðs á hinum. Við bæði handföngin er upphækkaður hálfkringlulaga
kafli. Eru kaflarnir tengdir með gegnskornum miðkambi. Ofan á
hann er fest útskornum lista. L. 56. Br. 8,3. H. 6,3.