Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 163
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
169
brúninni og er á þeim eitt þre.p. Upphækkaður kafli með afsneidd-
um brúnum er við báða enda. Þar fyrir utan tekur við handfang í
laginu eins og hönd (báðum me.gin, annað er hægri hönd, en hitt
vinstri). L. 52,5. Br. 7,2. H. um 6.
2. Maðksmogið og smástykki hafa dottið úr. Miðkamburinn að
mestu leyti nýr. Brúnbæsað.
3. Upp af báðum höndunum er eins og skyrtulíning, lágt upp-
hleyptur borði, skreyttur kílskurðarröð. Hendurnar annars sléttar.
Gildu keflishlutarnir næst þeim skiptast báðir í reiti og eru skreytt-
ir með lítilli bandfléttu, kílskurðarröðum og ferhyrndum skipaskurð-
um. Auk þess er á öðrum þessara kafla rósetta, en á hinum val-
hnútur. Á miðkambinum, sem er með afsneiddar brúnir, er röð kíl-
skurða á skáhöllu hliðunum, en ofan á röð af dálítið S-laga skipa-
skurðum. Kílskurðir á hliðunum og milli þeirra þríhyrnd göt gegnum
kambinn þveran. Á báðum yztu brúnum keflisins er vafteinungur
með flötum og sléttum stöngli (um 5 mm á breidd) og tvíflipa
blað í öllum lágu sveigjunum. Á blaðinu er stór og oddhvass flipi,
sem hvelft er upp úr, og annar kringdur og heill. Höfðaleturslína
á öllum skáflötunum fjórum. — Snyrtilegt og nákvæmt verk.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Höfðaleturslínurnar: vitanlegt|það|vera|má|v
irðum|þeim|sem|kieflið
siá | digðum | vaf in | gullhl
aðsjgná|gvðrvn|i|d|þ|á
6. Safnskýrslan: Briem timburmeistari á Grund í Eyjafirði, ís-
landi, gaf Nationalmuseet---------látið ganga til Folkemuseet frá
2. deild.
7. Safnskýrslan: Gudrún Jonsdatter er ef til vill sama konan
og nefnd er í áletrun frá 1806 á útskornum trékassa frá sama stað,
0. 309. Um 1800?
1. O. 172. Trafakefli úr beyki. Handfangið á öðrum enda er upp-
undið og líkist hendi, hitt er í líki dýrshöfuðs. Næst þeim báðum
er kafli, sem er ávalur að ofan. Milli þeirra er lægri kafli, sem hallar
lítið eitt niður að báðum keflisbrúnum, en í miðju er skilinn eftir
hár kambur. L. 61. Br. um 8,5 (uppundna handfangið). H. um 7,5.
2. Slitið og mjög maðksmogið. Trýnið mun hafa brotnað fram-
an af dýrshöfðinu, en verið límt á aftur. Brúnbæsað.
3. Utskurður á flestum flötum. Eyrun á dýrshöfðinu eru kringl-