Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 165
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
171
84. mynd.
3. Útskurður næstum því á öllum flötum. Á hinu rennda hand-
fangi er, auk strikheflunar, bandflétta utan um hinn fasta ytri
hring. Er hún úr böndum með ristri miðlínu. Miðkamburinn er
gerður úr gegnskorinni fléttu (úr gildum snúrum með innri útlínum
báðum megin og að ofan). Ávali kaflinn næst dýrshausnum hefur
röð einkennilega samtvinnaðra höfðaletursstafa (eins og á skáp í
Þjóðminjasafni íslands, Þjms. 11006). Á hinum ávala kaflanum er
höfðaletursröð og tvö bönd þrædd í gegn. Venjulegt höfðaletur í
línu á ytri brúnum keflisins. Vafteinungur af rómanskri gerð á
báðum skáhöllu hliðunum. í hverri sveigju er grein, sem vindur
sig upp og endar á þríflipa blaði og sendir frá sér tvær greinar, sem
skera hina stönglana (ganga ýmist undir þá eða yfir), fléttast um
þá og enda á minni, þríflipa blöðum. Stönglarnir eru lítið eitt ávalir
að ofan. Á þeim er rist miðlína. f hverju blaði er hvolfskurður í tvo
flipana, en sá þriðji er heill. Hæð hins upphleypta skreytis allt að 5
mm eða svo. Stöngulbreiddin er nokkuð misjöfn, mest er hún 5
mm. Á dýrshöfðunum eru útstæð, kringlótt augu. Milli þeirra og yfir
þeim eru tvö mjó bönd, lágt upphleypt og lögð samhverft. Ganga þau
í boga fyrir ofan augun og enda við munnvikin, gildna þar og eru
skreytt þríhyrndum skipaskurði (á ef til vill að vera eyra, sitt hvorum
megin). Tennur standa þétt í gininu. Maðurinn hefur kollhúfu á
höfði. Þverklippt hár gægist undan henni. Yfirskegg og hökuskegg.
Mjög snoturt verk.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Á ávölu köflunum: helgana
Ruadotter
Á langhliðunum: a | þetta | kieflid | med | riettu
og | er | vel | ad | þui ] kominn