Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 166
172
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Safnskýrslan: Frá íslandi. Keypt af Arthur Feddersen fiskveiða-
ráðunaut á 40 kr.
7. Safnskýrslan: Um 1750?
1. 0. 177. Trafakefli úr furu. Afsneiddar brúnir á sjálfu keflinu.
Á öðrum enda er handfang, einna líkast dýrshöfði í laginu (en á ef
til vill ekki að vera það?) Á hinum endanum munu vera ummerki eft-
ir handfang. L. 44,5. Br. um 6. H. („dýrshöfuðið") 5,5, (sjálft kefl-
ið) 4,2.
2. Annað handfangið vantar. Dálítið sprungið og smástykki hafa
brotnað úr. Maðksmogið. Brúnbæsað.
3. Þrír stafir í því, sem svarar til gins á dýrshöfðinu, einn í miðju
að framan og einn á hvora hönd, í laginu eins og bönd með innri út-
línum. Milli þeirra er dýpra skorið. Að ofan er kringlóttur og kúptur
reitur með þremur höfðaletursstöfum, en aftur frá honum liggja tvö
löng eyru. Á báðum ytri brúnum keflisins er höfðaleturslína. Á ská-
hliðunum er einnig höfðaleturslína, en að þessu sinni eru þrædd bönd
gegnum stafina. Ofan á er lágt upphleyptur vafteinungur. Stöngull-
inn er flatur og sléttur, um 5 mm á breidd. í hverri bylgju er fleir-
flipa blað. Eru fliparnir skreyttir kílskurði og skipaskurði. Höft liggja
yfir stöngulinn, þar sem blaðstilkarnir greinast frá þeim. — Allvel
unnið.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Hlið: vilborgandresdotteraþe
ttakefemedriettu | i | ax |
Að ofan: gud | þier | veite | glede
og | frid | giæfu | a-------na
Á „dýrshöfðinu" er ihs.
6. Safnskýrslan: P’engið frá Nationalmuseet II,----Thaae skip-
stjóri gaf fyrir milligöngu Arntsens málara árið 1863. Undirkefli
fylgdi.
7. Safnskýrslan: Um 1700. Áletrunin hljóðar: vilborg andres
dotter á þetta kef(l)e með riettv lag (tveir síðustu bókstafirnir
heldur óglöggir). guð þier veiti gleðe(?) — og frið giæfv á him na
s<-------->.
1. 0. 178. Trafakefli úr beyki. Þrep á framenda. Við aftur-
endann er lítið eitt sveigt handfang, sem holt er undir. Heill ten-
ingur við framendann og eftra handfangið. Tvö lárétt, gegnskorin