Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 167
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
173
op skipta keflinu í efri og neðri fjöl. Láréttur biti liggur þversum
milli þeirra. L. 54,8. Br. 5,7. H. (um eftra handfang í miðju) 6,5,
(annars) 5.
2. Dálítið slitið að ofan. Allmaðksmogið. Brotnað hefur lítils
háttar af fremri enda. Brúnbæsað.
3. Útskurður að ofan, á hliðunum, að neðan og á handfanginu.
Á hliðum neðri fjalar er aðeins rist rák meðfram báðum brúnum.
Ofan á henni og undir handfanginu er munstur úr hvolfskurðum.
Aftast og neðst á handfanginu er bekkur úr litlum, ristum og
samsíða línum. Auk þess nokkrar rákir eftir handfanginu. Lítið
rákamunstur er einnig á endafletinum. Utan um mitt handfangið
liggur mjög slitið perluband. Munstur úr litlum tungum og rákum
fremst á handfanginu. Einfalt jurtaskreyti á hliðum beggja tening-
anna og miðbitans og ofan á fremri tening. Milli rákanna koma fram
stönglar, margflipa blöð og stórir hnúðar. Ofan á fremri teningn-
um er einnig gríma, með nef og kringlótt, útstæð augu. Skreytið er
afmarkað með þverbandi, sem í er skorin perluröð, en annars staðar
eru í gegnskorinni röð á ofanverðri fjölinni stórir, latneskir bók-
stafir og þrædd gegnum þá tvö samhliða bönd. Á böndunum og
flestum bókstöfunum eru innri útlínur. Bókstafirnir enda að ofan
og neðan á litlum greinum, sem vefjast upp og hafa kringlóttan
hnúð á enda. Hvolfskurðarröð á báðum hliðarbrúnum efri fjalar. —
Allvel unnið. En jurtaskreytið á teningunum virðist frejnur gróft og
frumstætt.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. AþlERHERRA
6. Safnskýrslan: Staðarhraun, Islandi. Keypt á 4 kr.
7. Safnskýrslan: Um 1750.-------(á þier herra; undirskilið: er
allt mitt traust, eða því um líkt). Setja hefur mátt tvær skúffur
milli yfir- og undirfjalar.
1. 0. 179. Trafakefli úr beyki. Háa gerðin. Brúnahvasst hand-
fang, sem minnir á hönd, er yfir mjóum fjalarenda fremst á keflinu.
Að aftan er sívalt handfang og holt undir það. Þar fyrir aftan er
á keflinu mjór kafli í fullri hæð. Teningskafli er innan við hand-
föngin bæði. Milli teninganna eru skorin op í gegnum keflið, bæði
ofan frá og frá hlið, svo að fram koma tveir hliðarstafir, næstum
ferningslaga í þverskurð, og ofurlítið stærri miðkambur, einnig
ferningslaga í þverskurð. (Ekki holt undir hann). Ofan á honum