Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 168
174
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er lægri listi, greindur frá miðkambinum með opum. Bæði undir
lista þessum og undir hliðarstokkunum eru skildar eftir í miðjunni
tvær kringlur til styrktar. Allt keflið sveigist örlítið út til annarrar
handar í miðju. L. 63. Br. 7,5. H. 6,3.
2. Dálítið slitið á brúnunum og lítil stykki dottin úr því. Stykki
vantar í miðlistann. Lítið eitt maðksmogið. Brúnbæsað.
3. Útskurður á hliðunum og á flestum flötum á efra borði.
Höfðaletur, rúnir, geometrískir bekkir, jurtaskreyti. Er því komið
fyrir á þennan hátt: Þrjár höfðaleturslínur ofan á báðum teningum,
ein á miðlistanum. Rúnir á báðum hliðum afturteningsins, á hlið
neðri fjalar undir teningnum og lengra aftureftir. (Á hliðar aft-
asta kaflans er rist dagsetning og ártal). Auk þess rúnir á báðum
hliðarstöfunum að ofan. Allstílfærður kaðalsnúningur á hlið annars
hliðarstafsins. Á hinu skáhalla efra borði ,,handarinnar“ (næst
teningnum) eru naglskurðarraðir, aðskildar með rákum. Jurta-
skreyti á hinum skrautflötunum. Lítið, samhverft skreytisatriði ofan
á aftasta kafla. Flatir stönglar, með höftum, hnúðar og litlar skorur.
Á hinum lárétta fleti handarinnar er ósamhverft atriði úr svipuðum
frumhlutum. Dregið upp með ristum línum. Á báðum hliðum fremsta
keflishlutans (bæði á höndinni og á fremri teningnum) er teinungs-
stöngull, sem skríður allundarlega. öðrum megin lágt upphleyptur.
Hinum megin er skorið nokkru dýpra milli brugðninganna. Stöngul-
breiddin allt að iy2 sm. Innri útlínur, höft, hnúðar. Einnig fáeinir
þríhyrndir skipaskurðir á báðum hliðum. Litlir, reglulegir vaf-
teinungar á hliðum neðri fjalar og annars hliðarstafsins. Lágar
bylgjur. Á fjölinni er fjórflipa blað í hverri bylgju. Haft yfir stöng-
ulinn á mótunum. Þríhyrndur skipaskurður í hverjum flipa. Tein-
ungurinn á stafnum hefur í hverri bylgju þríhyrnt blað með skipa-
skurði og hnúð á stilk. Haft á mótum stilksins. Grafnar holur fyrir
fingur neðan á ,,hendinni“. — Dálítið misgóður skurður. Þokkaleg-
ust vinna er á teinungunum á fjölinni og á höfðaletursstöfunum.
4. 1742 D: VII*
5. Erfitt að ráða höfðaletursáletrunina. Safnskýrslan: Efra borð
endakaflanna og efra borð c (á teikningu í safnskýrslunni) hafa
útskorna áletrun á íslenzku, með smástöfum („höfðaletri"), sem þó
verður ekki lesin, þar eð helmingur er brotinn af c-inu.------Enn-
fremur----------rist tákn sem líkjast rúnum, ólæsileg (leyniletur).
Yzt er rist 174Z — D VII* (Febrúar).-------------höfðaletur — —
— ef til vill hér um bil það, sem hér fer á eftir:
* Hér á að koma rúnin fé — F (Febrúar).