Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 170
176
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
úr ferhyrningum. Á lágu köflunum milli teninganna er vafteinung-
ur. Tveir fremri vafteinungarnir hafa sívafninga, hnúða og blöð,
hinir aftari hafa margflipa blöð. Sum blöðin hafa höft, önnur að-
eins fáeinar ristar taugar eða litla dæld. Ofan á báðum endatening-
unum er lítið, samhverft jurtaskreyti með sams konar margflipa
blöðum. í skrautkringlunni á miðteningnum eru þrír höfðaleturs-
stafir og þrædd í gegnum þá tvö bönd. Hinir upphækkuðu stafir
milli teninganna bera höfðaleturslínu. — Ágætlega unnið.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Höfðaleturslínan: hliottu|lucku8 sigurogsæm
f kringlunni: ihd
6. Safnskýrslan: Frá íslandi. Keypt á 25 kr. —
7. Safnskýrslan: Um 1750?
1. 169—1935. Trafakefli úr furu. Á öðrum enda uppundið,
S-laga handfang, á hinum er næstum sívalt skaft. Aðalkaflinn er af
háu gerðinni, en lægri en hinir skýrt afmörkuðu teningar við
bæði handföng. Ytri brúnir aðalkaflans hallast lítið eitt út á við.
L. 55. Br. um 6. H. 4,7.
2. Smástykki hafa dottið úr, annars er keflið í góðu ásigkomu-
lagi. Brúnbæsað.
3. Yzt á skaftinu er lágt upphleyptur borði með innri útlínum,
eins og hringur utan um það, og annar er utan um miðju. Auk þess
ristur hringur. Hið uppundna handfang er strikheflað langsum eftir
miðju og meðfram brúnum. Auk þess liggja tvö bönd þvert yfir það,
markast þau af litlum, þríhyrndum skipaskurðum. Á hliðunum eru
innri útlínur og fáeinar íbjúgar smáskorur. S-laga teinungsstúfur
með margflipa blöðum er ofan á báðum teinungunum. Stöngulbreidd-
in 8—9 mm. Er annar stöngullinn flatur að ofan, með innri útlínum,
og tveimur höftum, sem markast af fáeinum skurðum á langveginn.
Upp úr miðjum hinum stönglinum rís taug, og hallar honum frá
henni niður að báðum brúnum. Ristar hliðartaugar hafðar saman
tvær og tvær. Blaðfliparnir laglega sveigðir, oddhvassir eða kringd-
ir. Hallast þeir niður að annarri brúninni eða báðum og eru þá
hæstir við rista miðtaug. Ristar hliðartaugar og skorur í blaðbrún-
irnar. Hæð hins upphleypta skreytis um það bil 2 mm. Á hliðum
beggja teninga eru bandhnútar (tveir og tveir eins). Á hinum þremur
flötum aðalkaflans er stórgerð höfðaleturslína. — Þokkalega unnið.