Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 171
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUH SÖFNUM
177
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. gud]blesse|
hana|alla|tim
a|sem|þie|a
(k ?)
6. Safnskýrslan: ísland. Gefandi frk. E. von Gerstenberg, L. Fiol-
stræde, Roskilde. Var í eigu Erik Eriksens lyfsala á SeyðisfirSi og
systur hans Petru E.
7. Safnskýrslan: Sennilega frá 18. öld, líklega fyrri hluta aldar-
innar.
SNÆLDUSTÖLAR
1. O. 323. (X 284). Snældustóll úr furu. Trénegldúr. Eins og
lágur, ferhyrndur kassi með háum skammhliðum. Þar sem þær ná
upp fyrir, líkjast þær tveimur hjólum með lægri miðkafla. Milli
þessara miðkafla skammhliðanna liggur stafur, sem fest er með tré-
nöglum. Kringlótt gat á hjólunum í miðju. L. 21. Br. 20,5. H. um 15,5.
2. Sprunginn. Flísar dottnar úr. Hálfur botninn nýr. Brúnbæs-
aður.
3. Nokkrar skorur eru í miðstafinn og dálítil strikheflun. Ristir
bókstafir og ártal á langhliðunum tveimur. Átta blaða skipaskurðar-
rós er á báðum hjólum annarrar skammhliðar, á hinni sexblaðarós-
ir. Á millistykkinu er ristur kross með kílskurðarstungum. Neðst á
báðum stöðum er ristur teinungur með undningum. Skraut úr sam-
hliða þverstrikum, kílskurði og rúðustrikun. — Þróttmikið verk og
snyrtilegt, en fremur gróft.
4. ANO • 1854.
5. H-D-D-A.
6. Safnskýrslan: Isafjörður, íslandi.
7. Safnskýrslan: Arbejdskasse (Spolekasse) (til garnnögler o. 1.)
Milli gaflanna hefur mátt setja tvær snældur.
1. O. 363. (X 149). Snældustóll (?) úr furu. Eins og kassi með
háum skammhliðum. Lok með tappahjörum og á því hringur til að
opna. Trénegldur. L. 19,5. Br. 14,8. H. 20,7.
12