Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 172
178
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. Flísazt hefur úr hinum háu skammhliðum, og er brestur í
annarri. Brestur í botninum. Brúnbæsaður.
ó. Nibbur á efri brún skammliliðanna og hornin ávöl. Borað hefur
verið kringlótt gat í gegnum þær skammt innan við bæði hornin.
Svolítill útskurður á ytra borði. Á annarri skammhliðinni er sex
blaða skipaskurðarrós í grunnristum hring. Þrír kílskurðir í reit-
unum milli blaðanna. Á hinni höfðaleturslína með fimm stöfum.
Beint út frá henni til vinstri stendur talan 18, til hægri 25, báðar
ristar. Naglskurðarbekkur undir línunni, en yfir henni lítið, sam-
hverft skreyti, úr tveimur hnúðum á stilk, og eru á þeim höft, auk
þess eru í skreytinu tveir þríhyrndir skipaskurðir. — Frágangur
sómasamlegur, en ekki frábær að neinu leyti.
4. 1825.
5. u i d a s
6. Safnskýrslan: Torfastaðir, íslandi. Keyptur á 1 kr.
7. Safnskýrslan: Skrin til uldgarn. Áletrunin hljóðar: vidas.
1. 0. 364. Snældustóll úr furu. Eins og loklaus kistill, tré-
negldur. Upp úr skammhliðunum gengur „háls“ og „höfuð“. Efst á
báðum hálsunum er gat og hvílir járnstöng í götunum. L. 19. Br.
10,7. H. 24.
2. Nokkrar sprungur. Smástykki hafa dottið úr. Annar hálsinn
hefur brotnað og er styrktur með messingarbeit. Bæsaður dökkbrúnn
eða svartur. 86. mynd.
3. Útskurður á öllum fjórum hliðum. Upphleypt jurtaskreyti.
Skorið allt að 7—8 mm niður, eða um það bil. Skammhliðar og lang-
hliðar eru innbyrðis nær alveg eins. Á langhliðunum er uppréttur
stöngull með grein á hvora hönd. Efst í miðju er „blóm“, myndað
úr „skál“ með mörgum „perlum“ í. Nokkrir grannir stilkar, sem
enda á „hnúð“, annars einungis blaðskraut. Oddhvöss, sveigð blöð,
sem úr er skorið á ská niður frá brúnum að hárri miðtaug. Ytra
borðið á báðum höfðunum líkist útsprunginni rós. Neðanundir er
einungis blaðskraut. Blöðin á annarri hliðinni að mestu af sömu gerð
og á langhliðunum. Á hinni eru einnig á blöðunum ristar hliðartaugar
og skorur í ytri brún. — Vel frá öllu gengið. Skemmtileg heildar-
áferð.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.