Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 174
180
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. í góðu lagi. Snúðurinn dálítið maðksmoginn. Mun vera brún-
bæsuð. Halinn ef til vill yngri en snúðurinn.
3. Útskurður ofan á snúðnum. Bandhnútur úr tveimur böndum,
sem lögð eru eins og sporbaugar, eitt eins og fjórblöðungur. Eru
böndin um 8 mm á breidd, með innri útlínum. Fjórblöðungsbandið
skreytt með litlum kílskurði við oddana fjóra. Neðan á snúðunum
er ristur hringur utan um gatið. — Ekki mjög vandað. (Bandhnútur
snúðsins á sér hliðstæður á mörgum gripum.)
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: N. 200—203 er frá Odda, Norðtungu og Breiða-
bólstað. N. 200—204 eru, keyptar á kr. 0.50—1.00 stykkið.
7. Safnskýrslan: 18. öld.
8. Safnskýrslan: Mynd í Tidsskr. f. Kunstindustri 1886, mynd 17.
Teiknuð af Rondahl.
1. N. 201. Snælda. Snúðurinn úr eik, halinn úr furu. Málm-
hnokki (mun vera úr messing). Halinn áttstrendur næst snúðnum.
Mjókkar nokkuð niður að áttstrendum hring, eftir það sívalur. L.
36. Þvermál 6—6,5.
2. Brestur er í snúðnum, sem virðist slitinn. Halinn er miklu
nýlegri. Snúðurinn mjög dökkur. Bæsuð ? Dæld sviðin neðan á snúð-
inn hjá gatinu.
3. Útskurður á kúptu hlið snúðsins. Niðurröðun eftir sammiðja
hringum. Yzt er bekkur úr litlum rúðureitum milli kílskurða. Því
næst lágt upphleyptur teinungur af rómanskri gerð, með mjög grönn-
um greinum, sem skerast. í hverri bylgju er þríflipa „blað“, myndað
af grein, sem vefst upp í sívafning, kringlu og oddhvössum blaðflipa,
öllu bundnu saman með hafti. Innst, milli hringa, eru tveir kráku-
stígsbekkir með kílskurði. — Allt mjög smágert, allvel unnið.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Sjá undir N. 200.
7. Safnskýrslan: 18. öld.