Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 175
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
181
YMISLEGT
1. K. 11. Ljósberi úr furu. Hurð úr beyki. Að innan er gólf úr
eik. Grunnflöturinn um það bil ferningslaga. Fjórir, lóðréttir veggir
og uppmjótt pýramíðaþak. Er það sett saman úr fjórum aðalfjölum
með lítið eitt íbjúgum brúnum og endar efst á lítilli, láréttri plötu.
Upp úr henni stendur járnlykkja (skrúfa með auga). Á öllum þrem-
ur veggjunum er bogadreginn gluggi með glerrúðu. Bæði uppi og
niðri á hurðinni er bogadreginn gluggi, með hjörum og krók úr stál-
vír. Ljósahaldari úr járni er festur við botninn. Þar sem hinir beinu
veggir og skáhöllu þakf jalir mætast, er innra gólf með stóru, kringl-
óttu gati. Grunnflöturinn er um það bil 14X15, hæðin (með lykkju)
37,2.
2. Farinn að gisna. Fáeinar sprungur og lítil stykki dottin úr.
Sprunga í einni glerrúðunni og brot dottið úr annarri. Maðksmoginn
(næstum því eingöngu botninn). Sviðinn að innan, einkum efri hlut-
inn. Málaður að utan. Grænn botn, skrautið svart og rautt. Málningin
slitin. 87. mynd.
3. Skreyttur með akantus-teinungum, -blaðskrauti og -blómum,
er það mestmegnis á áfestum listum á öllum brúnum og á áfest-
um umgjörðum að dyrum og gluggum. Mjög fjölbreytt munstur, að
nokkru leyti með rókokkósvip, ekki hvað sízt á umgjörð dyranna.
Hins vegar ekki áfestur útskurður á þakfjölinni yfir dyrunum, eru
það akantusblöð, lágt upphleypt. Nálægt miðjunni á hverri þakfjöl
er hjartalaga op, og snýr broddurinn upp. Platan efst á ljósberanum
mun hafa verið hér um bil kringlótt. Er hún skreytt með stjörnu
úr breiðum, grunnum rákum, sem liggja eins og geislar út frá miðj-
unni. — Ágætlega unnið.
4. Hvorki dagse.tning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Miði neðan á: Lygte af Træ. Muli. Island. K. 11.
Safnskýrslan: Frá Múla, Islandi. Keyptur á 4 kr.
7. Safnskýrslan: 18. öld.
1. M. 1108. ('X 226). Blöndukanna úr furu. Smíðuð úr stöfum.
Venjulegt lag, mjó að ofan og víkkar niður. Tvöföld gjörð efst,
fimmföld í miðju, þreföld neðst. Stórt og langt handfang samfast
einum stafnum, þeim sem lokið er fest á (eins og á aski). Eru á því