Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 178
184
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tréskurð.) — Frágangur þokkalegur, en staupið er fremur skrýtið
en fallegt.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan. Frá íslandi. Fengið frá Nationalmuseet-------
7. Safnskýrslan: Renndur bikar með loki, úr dökkbrúnum viði
(mösur?)----------um 1800.
1. N. 39 a. (X 166). Kvarði úr furu. Flatur stafur, ávalur í báða
enda. Skiptist í fjóra kafla og handfang, með línum, sem ristar eru
þvert yfir aðra breiðu hliðina. L. 70. Br. 3,2. H. 1,1.
2. Flísazt hefur úr brúnunum, að öðru leyti í góðu lagi. Bæsað
dökkbrúnt (svart?).
3. Áletrun með höfðaletri á annarri breiðu hliðinni. — Þokkalegur
frágangur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. abcdefghiklmnporstuvyþæö
6. Safnskýrslan: Úr Dalasýslu, íslandi. Keypt á kr. 1.25. —
7. Safnskýrslan: Alinmál („kvarði").----------18. öld.
1. N. 183. B. (X 117). Þráðarkefli (krókarefskefli). Úr beyki (?).
Alveg samhverft. Sjálft keflið sívalt með ristum línum. Á báðum
endum eru tvær kringlur tengdar með fjórum, sívölum tittum. 1
þessum „búrum“ er laus kúla. Lykkja á ytri plötunum, og í henni
hangir með annarri lykkju rósetta eða blómkróna. Lengd (alls
keflisins) um 18,2.
2. öðrum megin eru lykkjurnar á plötunni og á blóminu áfestar.
(Hafa sennilega verið samfastar í upphafi). Sjálft keflið hefur brotn-
að, og verið settur á það messingarhólkur í miðju. Ljósbrúnt. Líklega
bæsað.
3. Á báðum blómunum eru sjö kringd krónublöð og kringlóttur
rúðustrikaður miðreitur. — Vel gert.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Úr Fljótshlíð, íslandi. Keypt á 1 kr.
7. Safnskýrslan: Um 1800.
8. Um krókarefskefli í skrá Helga Sigurðssonar í NMS, undir nr.
139 í minnsta hefti HS, undir nr. 45 í „Viðbót“ í stærsta hefti HS