Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 179
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
185
(sjá tilvitnanir í skrána yfir íslenzkan tréskurð í Nordiska Museet,
Árbók 1957—1958, bls. 121 (nr. 65.047)).
1. 0. 189. Skóflulaga áhald úr beyki. Blaðið ferhyrnt, mjókkar
lítið eitt næst skaftinu. Skaftið er breiðast yzt og sveigist þar niður
á við. Það er ávalt að neðan, strent að ofan. L. 25,2. Br. 13,5. Þ.
um 3,5.
2. Maðksmogið. Brúnbæsað (nema að neðan).
3. Útskurður á framhlið blaðsins. I hring eru sex blaða skipa-
skurðarrósir, sem mynda samhangandi munstur. Utan hringsins og
næst skaftinu er samhverft skreyti úr löngum, þríhyrndum skipa-
skurðum, samhliða línum, sem mynda horn og tveimur hjartamynd-
um, sem lækkaðar eru í flötinn (dýptin aðeins um 1 mm). Á hinum
blaðendanum eru upphleyptar mannamyndir, fáeinir mm á hæð. —
Frágangur sómasamlegur. Svipurinn ekki mjög íslenzkur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Frá íslandi. Fengið frá Nationalmuseet II.
7. Safnskýrslan: Klapp, — — — hið flata handfang sett á
mjóa endann,----------og endar á dálítið snúnum hnappi.-------18.
öld.
1. O. 319. Rammi með gegnskornu fangamarki. Úr beyki.
Ramminn strikheflaður, ferhyrndur. L. 16,1. Br. 9,4. Þ. um 0,6.
2. Fjögur göt eftir járnnagla í rammanum. Einn brestur. Yzti
hluti rammans með gyllingu, innri listinn hvítur. Bókstafirnir hvítir
og gulir. (Rauð málning sést undir.) Nokkrar rauðar málningar-
skellur á hinni sléttu bakhlið.
3. Fangamarkið er myndað úr stórum, sveigðum skrifstöfum
með talsverðu flúri. Flatir að framan. Stönglarnir skera hver annan
og verður úr þeim upphleypt skraut. — Þokkalega gert. Get hugsað
mér, að fangamark þetta hafi verið á kistilloki. Líklegt að lokið
hafi verið rautt (sbr. rauðu málninguna aftan á fangamarkinu).
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Bókstafirnir munu vera SHSDA
6. Safnskýrslan: ísafjörður, Islandi.
7. Safnskýrslan: Fangamark, til að hafa á kistu,-----------gert
úr ferstrendu spjaldi------með útsöguðum, flúruðum upphafsstöf-
um----------Um 1800.