Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 180
186
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 0. 577. (20—1895.) Brauðmót úr beyki. Kringlótt plata. Þver-
mál 26—26,5. Þykkt 0,9.
2. Dálítið undið. Sviðið á sléttu hliðinni. Nýju stykki bætt við.
Brúnbæsað.
3. Rist skraut öðrum megin. Niðurröðun eftir sammiðja hring-
um. Yzt er kílskurðarröð, þá vafteinungur með undningi og tveimur
oddhvössum blöðum í hverri bylgju, því næst áletrun með latnesk-
um bókstöfum. Hringar aðskilja allar þessar raðir. I miðkringl-
unni er samhverft jurtaskreyti. Allt með djúpum, þróttmiklum lín-
um (um 5 mm á dýpt). — Skammlaus frágangur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrunin er auðlesin í spegli:
GIEF • OSSI • D • VDAGLEGT • B +
6. Safnskýrslan:--------Verð 10 krónur.--------ísland, Vída-
lín kaupmaður kom með það til Danmerkur.
7. Safnskýrslan: Eftir seinustu upplýsingum frá frú Thorodd-
sen hét kakan orlofskaka og var tekin með í heimboð. Kringlan
heitir hlemmur (danska: Lem) : orlofskökuhlemmur. Um 1800. Er
kringlótt viðarplata, sem svarar til hinna dönsku ,,kagebunde“;-
1. 76—1908. Tveir rimlar í altarisgrindur. Úr furu. Hér um
bil eins. Með hjartalaga og þríhyrndum götum og auk þess með
gegnskornu skrauti í hring í miðju. Br. um 22,5. H. 92,2. Þ. um 1.
2. Nokkrar smásprungur. Gert við annan rimilinn með nýjum
bótum við annan endann. Annars í góðu lagi. Málaðir báðum megin.
Útskurðurinn í hringnum ljósgrænn, annars staðar rauðbrúnn lit-
ur. Málningin dálítið slitin.
3. Gegnskorna skrautið á öðrum: Samhverft jurtaatriði. Upp-
réttur miðstöngull, sem endar efst á blómi með þremur krónublöð-
um. Greinar út til beggja handa. Snúa allar lítið eitt upp á sig
efst. Á báðum hliðum er blað, sem er eins og lítill krókur og til
uppfyllingar við brúnina er lítið, næstum ferhyrnt blað. Alveg flatt
og slétt á báðum hliðum. 1 hringnum á hinum: Ártal með sama frá-
gangi og jurtaskreytið. — Frágangur sómasamlegur.
4. 1832.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan:-----------frá kirkjunni á Hofstöðum í Skaga-
fjarðarsýslu, Islandi. Gjöf frá Dan. Bruun höfuðsmanni.