Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 184
190
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
láréttum böndum. Grunnurinn í efsta og neðsta reit skiptist að endi-
löngu í þrjár lóðréttar lægðir. Efst í efsta reitnum er pálmetta, sem
snýr blöðum niður. Virðist hafa haldið áfram upp á við sem breið-
ur stofn. Miðblaðið er stærst, breitt og oddhvasst. Tvö minni blöð
eru báðum megin, oddhvöss í endann. Tvö hin yztu eru dálítið sveigð
og meira kringd fyrir endana. Kringlótt lægð boruð í hvern krika
milli blaðanna. í miðreitnum er ferfætt dýr (ljón?) með skottið
milli afturfótanna. Mun hafa haft hvöss eyru, og jurt eða eitthvað
slíkt staðið fram úr munninum. Fótstaðan skrýtin, líkt og dýrið
væri að snúa við. Afturfætur og skott skemmt. Á framfótum eru
einkennilegir digrir kleppir neðst. Neðst í neðsta reit hefur eitthvað
verið upphleypt, e. t. v. blaðtunga? öruggt má teljast, að sagað
hefur verið af báðum endum. Hæð upphleypta skreytisins allt að 1,2
sm. Ekki sjást nú lengur neinir skurðir eða ristar línur. — Mun
hafa verið gott verk.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Á miða á veggnum: Udskaaret Fyrreplanke fra Island. 14.
Aarhundrede. Gaarden Hof paa Kjalarnæs nord for Reykjavík. u. N.
1. Án númers. (2. deild). Fjöl „nr. 2“. Úr furu. Eins og fjöl
nr. 1, en hægra megin er brúnin nokkru breiðari að aftan (sem
svarar um 1,5 sm). L. 126. Br. 37,5. Þ. 4,5.
2. Eins og „nr. l.“ 91. mynd.
3. Eins og „nr. 1“. Skorið upp úr öllum blöðum pálmettunnar
í efsta reit. Neðst í neðsta reit skýtur upp kollinum blað, heldur
breitt, oddhvasst í endann (ekki skorið upp úr því). I miðreitnum
er ferfætt dýr með greinótt horn (hjörtur?). Svipað í vexti og dýrið
á planka „nr. 1“. Skottið milli afturfótanna. Er álútt. Stendur í alla
fjóra fætur og á þeim er einkennilegur kleppur neðst. tít úr munn-
inum stendur víst jurt eða eitthvað svipað. — Mun hafa verið gott
verk.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Miði með nákvæmlega sömu upplýsingum og eru á miðanum
á fjöl „nr. 1“.