Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 188
194
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hann síðan um það svæði á tímabilinu 8. ágúst til 4. september. Auk
þessa leitaði hann uppi marga heimildarmenn, sem fluttir eru
brott af heimaslóðum, og er það sjálfsagt og venju samkvæmt.
Stefán Einarsson prófessor ferðaðist um á Austurlandi fyrir
amerískan styrk og skráði örnefni í Norður-Múlasýslu og Austur-
Skaftafellssýslu, alls sex hreppum. Örnefnasöfn þessi fékk hann
Þjóðminjasafninu til fullrar eignar. Pétur Sæmundsen framkvæmda-
stjóri gaf safninu fullkomin örnefnasöfn úr fimm hreppum í Aust-
ur-Húnavatnssýslu og heiðalöndum sýslunnar að auki, og séra
Jakob Einarsson, præp. hon., afhenti örnefnasafn úr Vopnafjarð-
arhreppi fyrir nokkra þóknun frá Fornleifafélaginu.
Þjóðháttaskráning. Sendar hafa verið út alls 6 spurningaskrár,
þar af 8 á þessu ári. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hversu mörg svör
höfðu heimzt við hverri einstakri í árslok:
I. Slátrun og sláturverk............................. 94 svör
II. Nautpeningur...................................... 72 —
III. Haugburður og vallarvinna......................... 56 —
IV. Andlát og útfararsiðir............................ 40 —
V. Ljós og eldur í þjóðtrú og þjóðháttum............. 83 —
VI. Að koma mjólk í mat................................ 1 svar
Auk þessa hefur svo Þórður Tómasson hitt marga heimildarmenn
að máli og skrifað eftir þeim fróðleik, sem þeir hafa veitt honum
munnlega, og þegar hefur verið gerður undirbúningur að tveimur
nýjum spurningaskrám, sem koma munu snemma á næsta ári. Má
telja að söfnunin gangi vel, en sýnt er að yfirleitt er ekki hægt að
ætlast til að menn svari fleiri en þremur spurningaskrám á ári.
Menn hafa brugðizt mjög vel við þessu sjálfboðastarfi, en misjafnt
hve góðan tíma og tækifæri þeir hafa til að sinna svo tímafreku auka-
starfi.
Viðhald gamalla bygginga. Fyrst skal talið það sem gert var að
þeim húsum, sem áður höfðu verið tekin til varðveizlu. Á síðastliðnu
ári var að öllu leyti lokið við að gera við Saurbæjarkirkju í Eyja-
firði, en hinn 22. janúar þessa árs var hún aftur tekin í notkun
með hátíðaguðsþjónustu. Var þar staddur vígslubiskup og fleiri
héraðsprestar. I forföllum þjóðminjavarðar var Þorkell Grímsson
fulltrúi safnsins við vígsluna og flutti erindi, sem þjóðminjavörður
hafði samið.
Bænhúsið á Núpsstað var einnig tekið aftur til kirkjulegra nota