Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 190
196
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉRAGSINS
Aðsókn að byggðasöfnunum í Glaumbæ og á Grenjaðarstað var
mjög svipuð og áður, en nákvæmar tölur eru ekki fyrir hendi. í
Stöng í Þjórsárdal skráðu sig 2637 manns í gestabók.
Fornleifarannsóknir. Uppgrefti Reyðarfells hjá Húsafelli, sem
hafinn var í fyrra, var haldið áfram undir stjórn Þorkels Gríms-
sonar. Hófst uppgröfturinn að þessu sinni 31. júlí og var haldið
áfram til 28. september. Auk Þorkels tóku af safnsins hálfu nokkurn
þátt í rannsóknunum þeir Gísli Gestsson og Halldór J. Jónsson. Ensk-
ur skólameistari, að nafni Mr. Walton, hafði beðið um aðstoð safnsins
til þess að komast að fornleifarannsókn hér á landi með nokkra
enska skólapilta. Þorkell Grímsson hafði þessa menn með sér til
Reyðarfells, úthlutaði þeim þar verkefni, og fylgdist með verki
þeirra, en annars sáu þeir um sig sjálfir. Auk Waltons voru þarna
einn kennari og fjórir drengir, og unnu þeir að rannsókninni í
10 daga.
Auk þessa rannsakaði Þorkell Grímsson svonefnda lögréttu í Gröf
í Hrunamannahreppi og var það allmikill uppgröftur. Dvaldist Þor-
kell þar 30.—31. maí og síðan 5.—16. júní. Meðan Þorkell var í Gröf,
fór hann að Hlíðartúni í Biskupstungum og skoðaði gamlan bæn-
húsreit, sem þar hafði fundizt (reiturinn er frá Austurhlíð).
Gísli Gestsson gerði ferð vestur í Barðastrandarsýslu 4.—9. maí,
einkum til þess að rannsaka mannvirki á svonefndum Gullhól í
landi Hænuvíkur í Rauðasandshreppi. Enn fremur var hann við-
staddur á Borg á Mýrum 9. júní og 18.—19. júní, er þar var grafið
fyrir nýju húsi á gamla bæjarstæðinu. Gerði hann þar þær athug-
anir, sem við varð komið, án þess að um verulegan uppgröft væri
að ræða og skrifaði skýrslu um það sem í ljós kom. Þá fór Gísli í
rannsóknarferð um Vestur-Skaftafellssýslu 6.—19. júlí og rannsak-
aði gamla bæinn og bænhúsið á Núpsstað, en kom auk þess á marga
staði, þar sem eru friðlýstar fornminjar, og athugaði hvernig ástatt
er um þá.
Erlendir fræóimenn. Dr. John G. Allee prófessor frá Washington
kom hingað snemma sumars og dvaldist til 26. september og gerði
umfangsmiklar rannsóknir á örnefnum úr Snæfellsnessýslu. Hafði
hann herbergi í safninu og allan aðgang að örnefnaskrám þess. Hinn
15. ágúst kom Fartein Valen-Sendstad safnvörður frá Lillehammer,
og fór Gísli Gestsson með honum til Þingvalla, Skálholts og Keldna.
Valen-Sendstad var hér á landi í boði Sveinbjörns Jónssonar til þess