Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 1
ÞÓR MAGNÚSSON
SÖGUALDARBYGGÐ 1 HVÍTÁRHOLTI
Inngangur.
1 Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1943—1948 hefur dr. Kristján
Eldjárn gert glögga grein fyrir hinni fornu byggð á Hrunamanna-
afrétti og eyðingu hennar í upphafi 12. aldar. Kemur þar í ljós, að
afrétturinn hefur verið byggður snemma á söguöld, en síðan hefur
hann lagzt í eyði, einkum vegna hins mikla Heklugoss, sem talið er
hafa orðið árið 1104 og eyddi Þjórsárdal að auki.
Á Hrunamannaafrétti hafa verið rannsakaðar nokkrar bæjar-
rústir, og eru rústirnar á Þórarinsstöðum einkum góð heimild um
byggingarhætti á þessum slóðum á ofanverðri söguöld. Aðrar bæjar-
rústir á afréttinum voru meira eða minna eyðilagðar er þær voru
rannsakaðar, og víða sjást nú ekki annað en grjótdreifar og gjall-
hrúgur á blásnum sandinum þar sem áður voru bæir á gróskumiklu
gróðurlendi, bæir sem yfirleitt er ekkert um vitað nema nafnið eitt.
Vel má vera, að byggð inni á Hrunamannaafrétti hafi verið eitt-
hvað meiri en talið hefur verið hingað til, enda er oft erfitt að greina,
hvað hefur verið bær og hvað hefur einungis verið útihús eða önn-
ur mannvirki frá bæ. Þannig skoðaði ég allmiklar rústir sumarið
1967 innst á afréttinum, inni á Bug sem svo er kallað, nálægt Hvítá
sunnan Bláfells. Þarna eru tvær allglöggar rústir í hvammi við ána
og er önnur rústin neðan við hina. Ekki var þó unnt að sjá, hvers
konar byggingar þarna hafa verið, en rétt neðan rústanna bar afar-
mikið á járngjalli, meira en við flestar aðrar rústir á afréttinum.
Ekki er víst, að þarna hafi verið bær, hitt er kannske eins líklegt,
að þar hafi menn hafzt við, sem unnið hafa járn úr mýrarrauða.
Vafalaust hefur afrétturinn verið meira eða minna skógi vaxinn,
enda eru víða enn smáhríslur þarna innfrá, þar sem uppblásturinn
hefur ekki eyðilagt allan jarðveg, og í uppþornuðum mýrum er mikið
af mýrarrauða. Vel má vera, að á þessum slóðum hafi verið gott til