Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 53
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
57
annars er erfitt að segja um það með neinni vissu, skiptir enda ekki
miklu, þar sem þeir eru í rauninni mjög líkir og vart um teljandi
frávik að ræða frá öðrum til hins.
I sambandi við skálana má einnig minnast á hlöðuna, hús VI, en
hún bar mörg einkenni skála, þótt húsið væri í sjálfu sér ógreinilegt.
Er það einkum eldstæðið á gólfinu, sem minnti mjög á langeld, þótt
ekki væri steinlagt, svo og sveigjan á langveggjunum. Mætti geta sér
þess til, að hús þetta hafi verið notað sem íbúðarskáli meðan annar
var í byggingu eða reist sem skáli en ekki notað sem slíkur nema
örskamman tíma, heldur breytt í hlöðu, og fjós síðan byggt við.
Að öllu samanlögðu er greinilegt, að skálar þessir sverja sig í ætt
við flesta þekkta 10. aldar skála hér á landi og í nálægum löndum.
Síðar verður getið þeirra gripa, sem fundust við rannsóknina og
hvaða vitneskju þeir gefa um tímasetningu, en þeir eru yfirleitt
dæmigerðir fyrir smáhluti frá sögualdarbyggð hér á landi. En það,
sem vegur einnig mjög þungt um tímasetninguna er eldfjallaösku-
lagið, ,,landnámslagið“, sem talið er örugglega frá um eða nokkru
fyrir 900 og komið af Torfajökulssvæðinu. Það kom víðast fram í
skálaveggjunum og sýnir, að öskulagið hefur verið tiltölulega ný-
fallið er veggjatorfið var rist, þar sem það hefur verið efst í gras-
rótinni. Athugandi er þó, að í rauninni var enginn munur á torf-
unum í elzta og yngsta skálanum hvað þessu viðvíkur, þótt ætla mætti
að þeir væru reistir með nokkurra áratuga millibili. Jarðvegur
virtist ekki hafa þykknað svo heitið gæti á þessum tíma, enda mun
uppblástur ekki hefjast að marki fyrr en síðar, en af honum stafar
jarðvegsþykknunin aðallega.
Hér er rétt að geta einnig öskulagsins frá Heklu 1104, sem oft
kemur að miklu liði við tímasetningu fornrústa. Hér kom það ekki
til hjálpar svo neinu næmi. Dr. Sigurður Þórarinsson gerði athugun
á jarðvegssniðum 1963, en erfitt reyndist að greina hér þetta
öskulag, enda finnst það yfirleitt ekki svo sunnarlega á þess-
um slóðum, þótt það sé greinilegt er innar dregur í sveitina. Þó
virtist Sigurði, að finna mætti þess óljósan vott og taldi hann, að
byggðin þarna hefði verið komin í eyði þegar askan féll, enda kemur
það vel heim við gerð skálanna. Þótt útbyggingar séu komnar bak
við tvo yngri skálana varð ekki vart stofu við enda þeirra, eins og
alþekkt er frá bæjum þeim í Þjórsárdal, sem í eyði fóru í gosinu.
Hefði mátt ætla, að byggingum í þessum sveitum svipaði saman
hvað þetta snertir, enda skammt á milli.
Hin húsin, sem fundust í Hvítárholti, jarðhúsin, fundust nú