Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 128
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
KIRKJUKLUKKA FRIEDRICH POVELSENS HOLST
Að lokum ætla ég að minnast á stóru kirkjuklukkuna í Reyðar-
fjarðarkirkju. Gefandi hennar var einn af þjónum Níelsar Hendrik-
sen, yfirkaupmaðurinn Friedrich Povelsen Holst, sá hinn sami, er
hafði vetursetu í Noregi af styrjaldarástæðum veturinn 1712—13.
Klukku þessa gaf hann árið 1714. Hún er með tvöföldum rósabekk
efst og svofelldri áletrun á kápunni: „ANNO 1714 HAVER / K0B-
MAND FRIEDRICH / PAVELSEN HOLST FORÆRET / DENNE
KLOCKE TIL / HOLME KIRCKE/.“ Þvermál þessarar klukku er
neðst 36 cm. Eftir komu þessarar klukku til Hólma hefur lengi vel
verið samhringt þremur klukkum til guðsþjónustu: gömlu klukk-
unni, klukku Marteins Níelssonar og klukku Friedrichs Holst. En í
lok 18. aldar datt gamla klukkan af rambalda sínum og brotnaði og
er síðan úr sögunni. En hinar tvær eru stöðugt í notkun, allt fram
á þennan dag.
NIÐURLAG
Hér hefur í nokkuð löngu máli verið reynt að skyggnast á bak við
sögu gamalla kirkjugripa, sem tilheyrðu lítilli kirkju austur á landi.
Þessi saga er orðin lengri en ég hugði, er ég lagði út í rannsóknir
þessar. Gripirnir, sem um hefur verið fjallað, skara ekki fram úr
öðrum sakir listgildis eða fegurðar. En gefendurnir og gripirnir
sjálfir áttu sér sögu, sem mér þótti ómaksins vert að kynna mér.
Og rannsóknin hefur opnað augu mín fyrir þáttum íslenzkrar menn-
ingarsögu, sem mér voru áður ókunnugir. Þeir fáu lesendur, sem
hafa treyst sér til að lesa ritsmíðina, hafa kannske sömu sögu að
segja. Sé svo, þá er vel — og takmarki mínu náð.
I Reykjavík í ágústlok 1972.
HEIMILDASKRÁ
Við samningu ritgerðar þessarar hefur höf. notið aðstoðar margra aðila, inn-
lendra sem erlendra, einkum hefur hann notið leiðbeininga mag. art. Sigrid
Christie í Osló (varðandi Lúther og Jóhannes) og dr. Erik Moltke i Kaup-
mannahöfn, og ber mér að þakka þá aðstoð sérstaklega.
Aðrar heimildir eru þessar:
Um Hólma og Hólmapresta:
„Kirkjustóll Hólmakirkju 1397—1916.
Vísitazíubók Þórðar byskups Þorlákssonar 1697.