Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 171
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1971
171
að skeyta við þverbitana svo og í þaksúðina, en ekki er lengur unnt
að fá svo gilda viði frá Evrópu sem þar þarfnaðist.
Þá var jafnframt unnið að ýmsum viðgerðum öðrum innanhúss,
einkum voru tekin upp gólf á ýmsum stöðum til undirbúnings ný-
lagningar gólfa.
Gamla verzlunarhúsið á Hofsósi var bikað utan og þakið málað,
en það hús bíður þó rækilegrar viðgerðar.
Á Þverá í Laxárdal var lialdið áfram viðgerð gamla bæjarins, og
önnuðust hana heimamenn á Þverá, Áskell og Jón Jónassynir.
Á Burstarfelli var einnig gert talsvert að veggjum gamla bæjarins,
en nauðsynlegt verður að taka viðgerð hans fyrir í áföngum á næstu
árum. Sá Einar Gunnlaugsson bóndi á Burstarfelli um viðgerðina
eins og undanfarin ár.
Gísli Gestsson dvaldist í Skaftafelli nokkra daga um haustið og
sá um veggjahleðslu í stofuhúsinu í Selinu. Ekki var samt hafizt
handa um smíðaverk enda smiðir ekki tiltækir um haustið.
Á Keldum var enn unnið að endurbótum, og önnuðust þær Jóhann
G. Guðnason í Vatnahjáleigu og Guðmundur Jónsson í Vorsabæ eins
og áður. Var hlaðinn upp norðurveggur skálans, sem farinn var að
gefa sig, einnig dyrakampur í eldhúsið og fjósveggur, sem hrunið
hafði. Eru nú húsin á Keldurn að komast í sæmilegt lag, en þó þarf að
ýmsu að hyggja þar á næstu árum.
Þjóðminjasafnið veitti einnig aðstoð og fyrirgreiðslu við viðgerðir
nokkurra gamalla húsa, sem þjóðminjavörður hafði lagt til við við-
komandi eigendur að varðveitt yrðu. Er einkum að nefna Auðkúlu-
kirkju í Svínadal en einnig Gömlu búðina á Eskifirði svo og Norska
húsið í Stykkishólmi.
Auðkúlukirkja var mjög komin á fallanda fót, eins og skýrt var
frá í síðustu skýrslu, en fyrir tilstilli þjóðminjavarðar var hafizt
handa um viðgerð hennar. Var grindin endursmíðuð að nokkru
leyti, klæðning endurnýjuð, bæði utan og innan eftir því sem þurfti,
Þá var kirkjan færð nokkuð til norðurs, nær kirkjugarðinum, og
stendur hún nú á grunni gamla íbúðarhússins og er mun rýmra
um hana en orðið var, en nýbyggingar krepptu að henni.
Þorsteinn Gunnarsson hafði eftirlit með viðgerðinni frá Þjóð-
minjasafnsins hálfu og fór hann nokkrum sinnum norður til að
segja fyrir um viðgerð. Ingvar Axelsson, fyrrum safnvörður við
Árbæjarsafn, sá um flutning kirkjunnar á nýja grunninn og greiddi
Þjóðminjasafnið báðum þessum mönnum fyrir verk þeirra. Einnig
aðstoðaði safnið við útvegun á efnivið.