Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 65
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
69
Hlutur þessi féll sundur áður en að yrði gert, en hann var í laginu eins og
sverðsbrandur, 25,5 sm langur og 4,5 sm breiður. Þykktin hefur verið um
0,5 sm. Ekki er víst, að um vefjarskeið sé að ræða, allavega hefur hún
þá verið mjög lítil.
508 Nagli, lengd 3,2 sm, úr húsi V (jarðhúsi).
509 Viðarkol, tekin við eldstæði í húsi IV (jarðhúsi).
510 Sandsteinsmoli, tálgaður og með þremur boruðum götum. Steinninn hefur
klofnað í þrjá parta, en aðeins vantar lítið á hann nú. Hann er 10,2 sm
langur, 5,5 sm breiður og 4,3 sm þykkur, ferstrendur að mestu, brúnir
ávalar. Götin liggja í línu langs eftir steininum, 1,1 sm í þvermál. Ekki
er ljóst, til hvers steinninn hefur verið hafður, en fleiri slíkir fundust í
rústunum. Varla er um að ræða kljástein. Ur húsi V (jarðhúsi).
511 Steinn, sams konar sandsteinn og 510, brotinn í báða enda. Steinninn er
sporbaugslaga í þverskurð, 4,9x6,5 sm, lengdin nú 10,3 sm, en báðir end-
arnir hafa brotnað um boruð göt, eins og á hinum fyrrnefnda. Óvíst til
hverra nota. Ur sama stað, við ofninn.
512 Viðarkol, úr efsta gólfi í sama húsi.
513 Viðarkol, frá ofnrústinni í sama húsi.
515 Brýni úr Ijósum skífer, ferstrent, nokkuð eytt, brotið af öðrum enda. Lengd
10,9 sm. Ur fyllingu sama húss.
516 Járn, beygt svipað og ístað, en miklu minna, mesta haf (hæð) 5,9 sm. End-
arnir beygðir líkt og sést t. d. á eldstálum frá víkingaöld. Miðhlutinn er
flatur, br. 1,7 sm, til endanna er járnið sívalt. Óvíst til hverra nota. Úr
sama stað.
517 Brýni úr dökkum brýnissteini, ferstrent, nokkuð slitið. Lengd 21,7 sm.
F. milli flórhellna í húsi VI (fjósi).
518 Viðarkol, af gólfi húss VI (hlöðu), norðan við eldstæðið.
519 Hnífur, lengd 11 sm. Af miðju gólfi húss VI (hlöðu).
520 Viðarkol, úr eldstæði húss VII (jarðhúss).
521 Brot af stórgripslegg, f. í prófskurði sunnan húss VI (hlöðu).
522 Hnifur, lengd 6,9 sm, f. á sama stað.