Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 131
ELSA E. GUÐJÓNSSON
ÍSLENZK ÚTSAUMSHEITI OG
ÚTSAUMSGERÐIR Á MIÐÖLDUM*
Islenzkt orð í merkingunni spor (nálspor) í útsaumi þekkist ekki
frá miðöldum. Þá var orðið saumur notað jöfnum höndum um út-
saum og hagnýtan saumaskap. Orðið spor, sem nú er notað, kemur
fyrst fyrir í þessari merkingu snemma á 18. öld í vísu Páls lögmanns
Vídalíns um dóttur sína, sem á að hafa saumað vísuna í rúmábreiðu,
þegar hún var níu ára að aldri:1
Nýu vetra nu i vor
nemur seint iþroottir
hefur saumad hvert eitt spor
Hölmfrýdur Paalsdoottir
Heimildir um útsaumsspor, sem notuð voru á Islandi á miðöldum,
eru tvenns konar: Annars vegar útsaumsverk sem varðveitzt hafa,
og hins vegar ritaðar heimildir sem því nær eingöngu eru íslenzk
fornskjöl. Á um það bil tuttugu varðveittum íslenzkum útsaumsverk-
um frá miðöldum — en flest þeirra eru nú í Þjóðminjasafni íslands
(Þjms.) og Þjóðminjasafni Dana (Nationalmus.) — eru kringum tíu
mismunandi spor, sem síðar verður nánar frá greint, en í rituðum
heimildum koma fyrir að minnsta kosti níu heiti í sambandi við hann-
yrðir eða textíla, sem merkja eða gætu merkt miðalda útsaumsgerðir:
sprang, skorningur, veandasaumur, varp, glitsaumur, refilsaumur,
* Grein þessi var upphaflega samin á dönsku og er birt hér einnig á því máli
til hægðarauka fyrir norræna fræðimenn á þessu sviði. Höfundur þakkar dr.
Kristjáni Eldjárn fyrir margháttaða fyrirgreiðslu í sambandi við birtingu
greinarinnar. Ennfremur Gísla Gestssyni, fyrsta safnverði, fyrir töku ljós-
mynda og Gunnlaugi S. E. Briem fyrir teikningar.