Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 178
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1971
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags 1971 var haldinn í fornaldarsal
Þjóðminjasafnsins hinn 9. desember 1971 og hófst kl. 20.30.
Formaður, Jón Steffensen prófessor, setti fundinn og minntist þeirra félaga,
sem vitað er að látizt hafa síðan síðasti aðalfundur var haldinn, og eru þeir
þessir:
Ása G. Wright, heiðursfélagi,
Guðmundur í. Guðjónsson, Reykjavik,
Gunnar Jóhannsson fv. alþm. Rvk,
Gústav A. Sveinsson lögfr., Rvk,
Hjalti Jónsson, Hólum, Hornafirði,
Leifur Haraldsson frá Háeyri,
Pétur Sigurðsson, fv. háskólaritari,
Rósmundur Jóhannsson, Gilsstöðum,
Sveinn Gr. Víkingur, fv. biskupsritari,
Vigfús Stefánsson, Flatey,
Þorgeir Sveinbjarnarson forstjóri, Rvk.
Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við þessa látnu félaga.
Samtals eru nú í félaginu 755 félagar og er það nokkru fleira en í fyrra, því
að allmargir hafa gengið í félagið á árinu.
Formaður gat þess næst, að Árbók 1971 væri nú í setningu og mundi koma
út fljótlega eftir áramót að öllu forfallalausu. Nokkuð ræddi hann um fjárhag
félagsins og gat þess að búast mætti við auknum útgáfukostnaði og þarafleiðandi
eitthvað hækkuðu árgjaldi, sem stjórnin mundi þó reyna að stilla í hóf af fremsta
megni, án þess að grípa til þess að draga ritið saman frá því sem nú hefur verið
lengi.
Þessu næst las féhirðir upp reikningsuppgjör ársins 1970. Höfðu reikningarnir
verið undirskrifaðir og endurskoðaðir. Féhirðir lét þess um leið getið að nauð-
syn mundi bera til að hækka árgjald eitthvað á næstunni og tók þannig í streng
með formanni.
Þá var gengið til stjórnarkosningar. Skyldi kjósa stjórn, varastjórn, endui'-
skoðendur til næstu tveggja ára og þrjá fulltrúa til aðalfundar 1975. Öll stjórn-
in var endurkjöi'in, svo og fulltrúar þeir þrír, sem úr fulltrúaráði áttu að
ganga. Um stjórn, varastjórn og endurskoðendur vísast til næstsíðustu fundar-
gerðar 1969, en fulltrúarnir til aðalfundar 1975 eru Þórður Tómasson safn-
vörður, Sigurður Þórarinsson prófessor og Sturla Friðriksson erfðafræðingur.