Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 15
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
19
9. mynd. Hús II, hlaða (?), séð til norðausturs. Neðsta gólfið með hellunum
næst, miðgólfið fjær. — House II, a barn (?), lowest floor in the foreground,
middle floor farther back.
fannst á norðanverðu gólfi, gjallmolar og járnmolar, kljásteinar
þrír og nagli.
HÚS II, HLAÐA?, 8.-9. mynd.
Um 50 m austan við jarðhúsið var allmikil dæld, sem sneri frá
norðaustri til suðvesturs og minnti á hústóft. Við rannsókn kom í
ljós, að þarna hafði staðið hús, um 3,8 X 9,9 m að stærð (8. mynd).
Eiginlega virtist þó svo sem um þrjú byggingarskeið væri að ræða,
því að gólfin virtust þrjú, hvert með fitukenndri gólfskán, og
var um 15—20 sm þykk mold á milli, en greinilega hafði stærð og
lögun hússins alltaf verið hin sama og hefur húsið að líkindum verið
endurbyggt tvisvar án meiriháttar breytinga.
Veggjamoldir voru víðast hvar greinilegar, nema norðurgaflinn,
sem ógerningur reyndist að finna með vissu, en þar hjaðnaði gólfið
smám saman án þess að um nein greinileg takmörk væri að ræða.
Vegghleðsla var þó lág, óvíða meira en 25—30 sm, en veggir höfðu
greinilega verið hlaðnir úr torfum, líkum streng, með miklum mýrar-
rauða í. Alls staðar sást gráa sandlagið, landnámslagið, í torfunum.
Uti við veggina voru sums staðar mjóar stoðarholur, 5—10 sm