Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 102
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um ræðir, eru ekki meðal þeirra, sem eiga listrænt ágæti til að bera,
heldur er hér um að ræða lítilvæga hluti, sem þó geta í smæð sinni
stuðlað að því að auka þekkingu manna á horfnum tíma.
Prestarnir á Hólmum.
Á Hólmum var frá fornu fari Maríukirkja, og er hennar fyrst
getið í Vilehins máldaga 1397. Hólmar voru „beneficium“ og átti það
sér sögu, sem Agnar Hallgrímsson cand. mag. hefur rakið í ritgerð
sinni „Hvernig Hólmar urðu „beneficium“, Múlaþing, 4. árg.
Árið 1720 gerir Jón biskup Vídalín grein fyrir jörðinni í skýrslu til
stiftamtmanns. Þá reiknast vissar tekjur prests af jörðinni 15 ríkis-
dalir og 2 mörk, en óvissar tekjur 12 ríkisd. 3 mörk og 9 skildingar
eða samtals 27 ríkisdalir 3 mörk og 9 skildingar. Þetta var miðað
við árin 1706 og 1709. Um svipað leyti kallar biskup jörðina Hólma
í löku meðallagi („ringeste middelmaadige“). Þarna er að hans áliti
hvorki mikið hey að fá né gott beitiland, en fugl er þar mikill, bæði
til veiða og eggjatöku, bærinn liggur vel við fiski. Á kallinu hvíldi sú
skylda að hýsa gamlan prest.
Eins og áður er sagt voru feðgar tveir prestar á Hólmum á þeim
tíma, sem hér um ræðir. Síra Guttormur Sigfússon fæddist 1642 og
var sonur síra Sigfúsar Tómassonar í Hofteigi. Hann var vígður þann
22. jan. 1660 (á Vincentiusarmessu) sem aðstoðarprestur síra Stefáns
Ólafssonar í Vallanesi. Árið 1669 fékk síra Guttormur Hólma. Var
hann síðan prestur þar í 55 ár og andaðist þar 1724, 82 ára gamall.
Kona síra Guttorms var Bergljót Einarsdóttir umboðsmanns frá
Hraunum í Fljótum. Hún var bróðurdóttir Þorláks biskups Skúla-
sonar. Þau áttu sér einn son barna, Jón (f. 1679), sem vígðist 1699
aðstoðarprestur föður síns, og fékk hann vonarbréf fyrir kallinu eftir
daga föður síns. Aðstoðarprestur var hann í 25 ár, en aðeins í 6 ár
sóknarprestur, enda dó hann 1631, 52 ára gamall. Tvígiftur var hann
og átti f imm börn. Engin þeirra koma við þessa sögu og verður þeirra
því ekki getið hér.
Marteinn Níelsson Rcyðarfjaróarkaupniaöur (163U—1696).
Sá kaupmaður, sem helzt kemur við sögu á dögum síra Guttorms
Sigfússonar er Morten Nielsen sem Islendingar nefndu „Martein
Níelsson“ eða „Kaupmann Martein“, og verður hinum íslenzka sið
haldið hér. Marteinn Níelsson var fæddur 9. september 1634 og var
sonur Niels Nielsens kaupmanns í Næstved. Kona Nielsens eldra var
sonardóttir síra Mortens Budolphus í Karrebæk á Sjálandi, (um 1580)