Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 152
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Vörupeningar C. F. Siemsens frá 184.6. — Ljósm. Gísli Gestsson.
að nefna síðasta og fullkomnasta listann, Otto Blorn Carlsen: Is-
landslce mflnttegn, Nordisk Numismatisk Unions Medlemsblad, Dec.
1953, bls. 221—227. Þessi síðasttalda grein leysir hinar af hólmi, og
skal fræðimönnum og söfnurum á það bent. Þar með er ekki víst,
að vörupeningalistinn í greininni sé fullkominn, og kunna að vera
komnir í leitir vörupeningar, sem ekki var vitað um 1953. Um það
skal ekkert fullyrt hér.
Ætlunin með þessu greinarkorni er sú ein að birta frumgögn um
fyrstu vörupeningana, sem notaðir voru hér á landi. Það eru mess-
ingarpeningar Carl Franz Siemsens, kaupmanns í Reykjavík, nr. 1
og 2 í síðastnefndri ritgerð 0. B. Carlsens, og er rétt lýst þannig:
1. 16 skildingar. Framhlið: C F S. Bakhlið: 16/SKILLING/I
YARE. Þverm. 23 mm.
2. 4 skildingar. Framhlið: C F S. Bakhlið: 4/SKILLING/ I YARE
Þverm. 16 mm.
Þessir tveir vörupeningar voru gefnir út árið 1846, en ekki 1859
eins og í öllum áðurgreindum ritgerðum stendur. Óvíst er hvaðan
sú villa er runnin. Hún kynni þó að standa á einhvern hátt í sam-
bandi við það, að C. F. Siemsen verzlaði einnig í Færeyjum og notaði
þessa sömu vörupeninga sína þar (Johan Chr. Holm: Fær0-M0nter,
Nordisk Numismatisk Unions Medlemsblad, September 1845, bls.
101—105). Um verzlun C. F. Siemsens má lesa nokkuð í Johan K.
Joensen: F0royar undir fríðum handli í 100 ár. Tórshavn 1955.
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður benti mér á, að í Stifts- og
Suðuramts Journal 1846, VIII, Nr. 2422, í Þjóðskjalasafni Islands
væri bréf frá Rentukammerinu um þessa vörupeninga og væri sitt
eintakið af hvorum peningi fest við bréfið. Mynd af peningunum
fylgir þessari grein. Síðan fann þjóðskjalavörður fyrir mig önnur
gögn um málið, en þau eru öll í „dönsku sendingunni“ í Þjóðskjala-
safni, Rentukammer Journal 21 (1846), Nr. 2356. Ég kann þjóð-
skjalaverði þakkir fyrir þessa greiðasemi hans og skal nú upphafið
að sögu vörupeninga á íslandi rakið með birtingu þessara gagna. Áð-