Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 108
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
andar, menn, öll kvikindi
einn votta guð drottin,
göfugt hús yfir ausi
yðar nægð, heill og friði;
síðan í hönd guðs héðan
heiðri prýdd öndin leiðist.
(Lbs. 838, 4to).
Kvæði þetta sendi síra Guttormur til ekkjunnar ungu í Kaup-
mannahöfn. Hvernig maddama Magdalena hefur getað skilið þessa
dýru drápu, er ekki vitað. En í Kaupmannahöfn voru íslenzkir náms-
menn, sem trúlega hafa þýtt kvæðið fyrir hana.
GJAFIR MARTEINS NÍELSSONAR
Marteinn Níelsson „hafði hús Guðs kær“, eins og stendur í minn-
ingarljóðinu. Síra Bjarni hefur byggt þessi orð á vitnisburði síra
Guttorms. og þessi orð er hægt að sanna. Ennþá kallar klukka Mart-
eins Níelssonar Reyðfirðinga til helgra tíða eftir tæp 290 ár. Og
lengi var fagnaðarerindið boðað söfnuðinum úr prédikunarstól hans.
Báðir eru þessir gripir varðveittir í dag. Um þá verður fjallað hér
í greininni.
Prédihunarstóll Marteins kaupmanns (Þjms. nr. 7535, 1. mynd):
Elzta heimildin um þennan stól er vísitazíubók Þórðar biskups Þor-
lákssonar árið 1697. Þá gerði síra Árni Þorvarðarson á Þingvöllum
vísitazíuferð um Austfirði fyrir Jón biskup Vídalín, því að þá var
síra Árni officialis í Skálholtsstifti. Þar getur síra Árni um prédik-
unarstólinn með svofelldum orðum: „Predikunnarstooll meS Snikk-
verk ofj Olíufarva allværn giefinn af Sal: Marteini Níelssyne með
Velsæmilegum fæti, til-lögðum aff Sr. Guttormi.“ Stóll þessi leysir
af hólmi annan stól af eik, sem getið er í vísitazíu Brynjólfs biskups
Sveinssonar 1645. Ekki er þess getið úr hverju hinn nýi stóll er
gerður, en Matthías Þórðarson þjóðminjavörður segir hann vera úr
furu (22/8 1917).
Prédikunarstóll þessi á sér einkennilega sögu í kirkjustólnum.
Hann sýnist upphaflega hafa verið hluti af milligerðinni milli kórs
og framkii'kju, og yfir honum hefur verið gluggi, svo sem siðvenja
var í þessum gömlu kirkjum. En árið 1824 hefur verið gerð mikil
breyting á kirkjunni og prédikunarstóllinn settur yfir altarið að
sið upplýsingaaldar, sem lagði á þennan hátt áherzlu á gildi prédik-
unarinnar í guðsþjónustunni. Orð kirkjustólsins eru svohljóðandi:
„Altari málab, meö Vængjahurðum, hjörum og Sillu til aö leggja á