Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 17
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
21
pc
10. mynd. Myndin sýnir hvernig liús II (hlaða?) var hyggt ofan í rúst af
skála (Hús III), shr. 8. og 11. mynd. — Plan of Viking hall (House III) and
the superimposed smaller building (House III, a bam?). See Figs. 8 and 11.
Klébergsbrot, fundið í moldum í norðanverðu húsi.
Sörvistala úr g'leri, tæplega hálf, fölgræn að lit. Fundin í moldum norðan-
vert við hellubálkinn.
Króna af svínsjaxli, fundin í moldum nyrzt í tóttinni.
Sjöstrendur steinn, útlendur. Fundinn á sama stað.
Taflmaður, tálgaður úr gráleitum steini, h. 3,7 sm, fundinn nyrzt á austan-
verðu gólfi.
Skíferbrot, fundið vestast á gólfi.
HÚS III, SKÁLI. 10.—15. mynd.
Rannsókn þessa húss hófst í júlí 1964 með því að grafið var nið-
ur vestan hlöðunnar, húss II, og kom þar greinilegt kolagólf í ljós.
Varla er hægt að segja, að vottað hafi fyrir húsinu á yfirborði, heldur
var það langeldstæðið og kolagólfið, sem kom fram í húsi II, er gaf
það til kynna.
Fljótt kom þó í ljós, að húsið mundi að ýmsu leyti ógreinilegt og
skemmt af síðari byggingum, enda varð sú raunin á, að það var aðeins
miðjan sem kom sæmilega heillega í ljós svo og hliðarveggirnir, þó
ekki samfellt, út undir endana, en gaflveggir fyrirfundust ekki né
gólf nema á pörtum.