Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 54
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
„Félagslegir pættir valda pess vegna; formi húsa - lögun peirra, fjölda og dreif-
ingu herbergja og skiptingu herbergjanna íathafnasvæði." (Hingley 1990:125).
Takmörkun rýmis, svo sem í formi húss eða einhvern annan efnislegan
kropp eða mannvirkis, er m. ö. o. ekki til komin úr „kaos" eða af tilviljun.
„Rýmið er félagsleg sköpun; lýsing pess og skilgreining upplýsa, og ákvarða
mannlega hegðun og trú." (Bailey 1990:21).
Akveðin tjáskipti eru á milli mannsins og hins tilbúna rýmis eða hins
félagslega rýmis og er hvorttveggja háð hinu. Hvernig manneskjan skil-
greinir eða upplifir hús er breytilegt. D. W. Bailey segir: „Skilgreiningin á
húsi, alveg eins og skynjun á pví, er til á mörgum stigum, hvort sem hún er forn-
leifafræðileg (tegundir, staðsetning gripa, eldstæða, keralda eða lokaðra herbergja),
eða orðsifjafræðileg (dvalarstaður fjölskyldunnar). Félagsleg skilgreining verður
pessvegna að viðurkenna í upphafi að einstakt rými er skilið á marga vegu af peim
sem skapa pað, nota pað, yfirgefa pað og rannsaka pað." (Bailey 1990:24). Hér á
Bailey við að hús er t. d. skilið eða túlkað á annan hátt á kvöldin en dag-
inn, eða á mismunandi árstíðum. Menn sem halda til vinnu á morgnana
hafa aðra mynd af húsinu þá, en þegar þeir koma heim á kvöldin að vinnu
lokinni. A sama hátt upplifa mismunandi aldurshópar og mismunandi
félagshópar hús á mismunandi hátt. Og vegna þess að hús eru upplifuð
eða skilin á mismunandi hátt, hafa þau mismunandi þýðingu fyrir mis-
munandi aðila og/eða við mismunandi aðstæður.
Fornleifafræðin hefur allt frá upphafi fengið að láni eða notað kenning-
ar úr ýmsum áttum, þó aðallega frá mannfélagsfræðinni. En einnig hefur
hún leitað til heimspekinnar, líffræðinnar og jarðfræðinnar svo eitthvað sé
nefnt. Ég tel þetta afar eðlilegt og að þetta muni aukast frekar en ekki í
framtíðinni, og munu t. d. félagssálarfræðilegar kenningar hafa enn meiri
áhrif á fornleifafræðina en hingað til hefur verið. Þannig tel ég að meiri
áhersla verði lögð á manninn sem virkan þátttakanda og geranda í forsög-
unni, enda eru það þrátt fyrir allt menn sem hafa skapað fornleifarnar.
Hægt er að líta á fornleifar sem brotamyndir af samfélagi eða menn-
ingu. Þær eru jafnframt brot af félagslegum tengslum og kerfum eða skipu-
lagi og geta því ekki einar og sér gefið heilsteypta mynd af samfélagi eða
menningu. Gripir og fornleifar þegja þunnu hljóði um uppruna sinn og
samhengi, séu þau ekki spurð um þessi atriði. Og þegar spurt er, liggur
ætíð einhver skoðun eða kenning á bak við spurninguna.
Fornleifafræðin sjálf getur því ekki upp á sitt eindæmi skapað fullmót-
aðar kenningar um félagsleg tengsl og skipulag samfélaga. ITins vegar
getur fornleifafræðin þróað slíkar kenningar innan sinna vébanda. Hún
getur beitt slíkum kenningum á fornleifar og þannig fundið sjálfstæða
„vísindalega" leið.