Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 12
16 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS En þó að Danmörk og Svíþjóð eigi margar rúnaristur frá miðöldum komast þessi lönd ekki með tærnar þar sem Noregur hefur hælana hvað það snertir, en nreiri hlutinn af norsku rúnaristunum er frá tímabilinu 1150-1350. Hér er höfundurinn líka stundum kunnur úr norrænum bókmenntum og risturnar þessvegna nákvæmlega tímasettar. I kirkjunni í Vinje á Þelamörk sat hinn 18. júní árið 1194 ungur maður og stytti sér stundir með að skera rúnir á langan planka við kirkjudyr: Sigurður jarlssou rœist rúnar þessar laugardaginn eftir Bótúlfsmessu er liann Jlýði hingat ok vildi eigi gatiga til sœttar við Sverri Jöðurbatta sinn ok bræðra,29 Sigurður jarlsson, sem er oft nefndur í Sverris sögu, var sonur Erlings jarls skakka og hálfbróðir Magnúsar konungs Erlingssonar, en báðir féllu í bardögum við Sverri (1179 og 1184). Þar að auki féll Finnur, albróðir Sigurðar, í Kuflungauppreisninni árið 1185. Arið 1955 brunnu gömlu vöruskemmurnar á Bryggjunni í Bergen til kaldra kola. Eftir brunann kom fornleifafræðin til sögunnar og við rann- sóknirnar, sem tóku mörg ár, var hulunni svipt af bæjarlífinu í Bergen frá ofanverðri 12. öld til miðbiks 14. aldar. Rúnakefli voru grafin upp í hrönnum, samanlagt hafa unr 800 ristur fundist á Bryggjunni. Þessar rist- ur snerta flest svið mannlegs lífs og samskipta enda eru þær ekki allar kurteislegar.30 Mikið ber þar á verslunarbréfum af ýmsu tagi, því verslun var blómleg á þessum tíma í Bergen. En þær færa líka valdabaráttuna í Noregi nær okkur. A illa farið kefli hefur Sigurður lávarður, sonur Sverr- is konungs, skorið bréf til ónafngreinds bandamanns í Bergen og biður hann að útvega konunginum langskip og vopnabúnað og lofar á móti sinni og konungs satinri vingan nú og jajnan. Bréfið gæti hafa verið sent kvöldið fyrir orustuna í Flóruvogum 3. apríl 1194.31 Meðal rúnanna frá Bergen eru margar særingar og galdraþulur. Margoft er rúnastafrófið skorið, annað hvort eitt eða með öðrum texta, en það var vörn m.a. gegn slysum og meingerðum. Að notkun slíkra galdra var algeng sést á því að á 4. og 5. áratug 14. aldar vara erkibiskup- arnir í Niðarósi, Páll og Arni, fólk við að fara með slíkt: Warist tnen oc lyj runir oc galdra. þui at þet er ekki utan Jtandans villa oc lians darscapir“ og “Göyntir eðir Jtrir runum, galdrum, oc gerningum, lyjiom, hindirviti oc ollum atr- unaðe þeitn sem heilog kirkia kennir iðir eigi... "32 Ef til vill hafa þessar við- varanir átt sinn þátt í að rúnirnar lögðust að mestu af í Noregi á seinni hluta 14. aldar. En annað hefúr eflaust komið til. Svarti dauði geisaði í Noregi 1348 og 1349 og batt enda á margar gamlar venjur. I Bergen komst verslunin smámsaman í hendur Hansakaupmanna sem ekki not- uðu rúnir í sínum verslunarbréfum. En það er athyglisvert að rúnirnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.