Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Qupperneq 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
En þó að Danmörk og Svíþjóð eigi margar rúnaristur frá miðöldum
komast þessi lönd ekki með tærnar þar sem Noregur hefur hælana hvað
það snertir, en nreiri hlutinn af norsku rúnaristunum er frá tímabilinu
1150-1350. Hér er höfundurinn líka stundum kunnur úr norrænum
bókmenntum og risturnar þessvegna nákvæmlega tímasettar. I kirkjunni í
Vinje á Þelamörk sat hinn 18. júní árið 1194 ungur maður og stytti sér
stundir með að skera rúnir á langan planka við kirkjudyr: Sigurður jarlssou
rœist rúnar þessar laugardaginn eftir Bótúlfsmessu er liann Jlýði hingat ok vildi
eigi gatiga til sœttar við Sverri Jöðurbatta sinn ok bræðra,29
Sigurður jarlsson, sem er oft nefndur í Sverris sögu, var sonur Erlings
jarls skakka og hálfbróðir Magnúsar konungs Erlingssonar, en báðir féllu í
bardögum við Sverri (1179 og 1184). Þar að auki féll Finnur, albróðir
Sigurðar, í Kuflungauppreisninni árið 1185.
Arið 1955 brunnu gömlu vöruskemmurnar á Bryggjunni í Bergen til
kaldra kola. Eftir brunann kom fornleifafræðin til sögunnar og við rann-
sóknirnar, sem tóku mörg ár, var hulunni svipt af bæjarlífinu í Bergen frá
ofanverðri 12. öld til miðbiks 14. aldar. Rúnakefli voru grafin upp í
hrönnum, samanlagt hafa unr 800 ristur fundist á Bryggjunni. Þessar rist-
ur snerta flest svið mannlegs lífs og samskipta enda eru þær ekki allar
kurteislegar.30 Mikið ber þar á verslunarbréfum af ýmsu tagi, því verslun
var blómleg á þessum tíma í Bergen. En þær færa líka valdabaráttuna í
Noregi nær okkur. A illa farið kefli hefur Sigurður lávarður, sonur Sverr-
is konungs, skorið bréf til ónafngreinds bandamanns í Bergen og biður
hann að útvega konunginum langskip og vopnabúnað og lofar á móti
sinni og konungs satinri vingan nú og jajnan. Bréfið gæti hafa verið sent
kvöldið fyrir orustuna í Flóruvogum 3. apríl 1194.31
Meðal rúnanna frá Bergen eru margar særingar og galdraþulur.
Margoft er rúnastafrófið skorið, annað hvort eitt eða með öðrum texta,
en það var vörn m.a. gegn slysum og meingerðum. Að notkun slíkra
galdra var algeng sést á því að á 4. og 5. áratug 14. aldar vara erkibiskup-
arnir í Niðarósi, Páll og Arni, fólk við að fara með slíkt: Warist tnen oc lyj
runir oc galdra. þui at þet er ekki utan Jtandans villa oc lians darscapir“ og
“Göyntir eðir Jtrir runum, galdrum, oc gerningum, lyjiom, hindirviti oc ollum atr-
unaðe þeitn sem heilog kirkia kennir iðir eigi... "32 Ef til vill hafa þessar við-
varanir átt sinn þátt í að rúnirnar lögðust að mestu af í Noregi á seinni
hluta 14. aldar. En annað hefúr eflaust komið til. Svarti dauði geisaði í
Noregi 1348 og 1349 og batt enda á margar gamlar venjur. I Bergen
komst verslunin smámsaman í hendur Hansakaupmanna sem ekki not-
uðu rúnir í sínum verslunarbréfum. En það er athyglisvert að rúnirnar