Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 86
90 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Enskur peningur Það var ekki fyrr en kuml fannst í Skriðdal 1995 að næsta myntin kom í dagsljósið. Mynt þessi var minna en helmingur af peningi, en næsta víst er að hann var ekki stærri þegar hann var lagður með manni í gröf. Myntin fannst í pyngju með eldtinnu og nokkrum blýmetum og hafði pyngjan verið borin við belti. Þarna geymdi eigandinn líklega mikilvæga hluti. Pyngjan var tekin upp í heilum moldarklumpi og færð þannig í Þjóðminjasafnið. Þar var klumpurinn leystur í sundur, þannig að ólíklegt er að meira af peningnum hafi verið í gröfinni. I þessari gröf fannst einnig sverð, skjöldur (skjaldarbóla), spjótsoddur, öxi, hnífur, örvaroddur, hringprjónn, sylgja, sproti, raftala, agatsteinn, grýta úr klébergi og einnig beinagrind úr hesti með reiðtygjum. Ekki er erfitt að greina myntina sem fannst í Skriðdal af þeirn liluta áletrunar sem séð verður. Myntin er slegin fyrir annan tveggja bræðra, annað hvort Eadvig, sem var konungur yfir Englandi 955-57, en kon- ungur í Wessex 957-9, eða Edgar, sem var konungur í Mercia 957-959 og í Englandi öllu 959-75. Edgar steypti bróður sínum úr hásæti árið 959, en þeir bræður voru þá aðeins 19 og 15 ára gamlir. Með því að bera saman ljósmyndir af myntinni við Sylloge of Coins of the British Isles (2. og 6. bindi) sýnist mér líklegt að myntin hafi verið slegin á tímum Eadvigs fremur en Edgars, en vegna þess hve lítið brot er eftir af peningnum, er erfitt að vera viss. Það skiptir litlu máli fyrir tímasetningu fundarins hvor konunganna lét slá peninginn, enda hefur nýleg C 14 greining á hrossbeini gefið aldur- inn 960 +/- 60 ár. Mynt frá i i. öld Fjórði peningurinn var grafinn upp 1996 þegar verið var að endurbyggja og gera við forsetasetrið á Bessastöðum. Fornleifarannsókn hefur farið fram samhliða viðgerðunum, undir og umhverfis undirstöður 18. aldar- byggingarinnar, Bessastaðastofu. Fram hafa komið leifar margra eldri bygginga frá ýmsum öldum. Peningurinn fannst í mjög umrótuðu lagi með móösku og eldsleifum og var lagið talið frá 13. öld. Aðeins fannst helmingur af peningnum og þegar ég var beðinn að greina hann var mér fengin ljósmynd af báðum hliðum hans. Fyrst sýnd- ist mér að þetta gæti verið býsanskur peningur en eftir nákvæma og ítar- lega athugun komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri norsk mynt, slegin á tímabilinu 1080-1095, en ekki er vitað fyrir hvern. Þessa penings er getið hér þó að hann sé frá því eftir lok víkingaaldar. Það vekur furðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.