Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Enskur peningur
Það var ekki fyrr en kuml fannst í Skriðdal 1995 að næsta myntin kom í
dagsljósið. Mynt þessi var minna en helmingur af peningi, en næsta víst
er að hann var ekki stærri þegar hann var lagður með manni í gröf.
Myntin fannst í pyngju með eldtinnu og nokkrum blýmetum og hafði
pyngjan verið borin við belti. Þarna geymdi eigandinn líklega mikilvæga
hluti. Pyngjan var tekin upp í heilum moldarklumpi og færð þannig í
Þjóðminjasafnið. Þar var klumpurinn leystur í sundur, þannig að ólíklegt
er að meira af peningnum hafi verið í gröfinni. I þessari gröf fannst
einnig sverð, skjöldur (skjaldarbóla), spjótsoddur, öxi, hnífur, örvaroddur,
hringprjónn, sylgja, sproti, raftala, agatsteinn, grýta úr klébergi og einnig
beinagrind úr hesti með reiðtygjum.
Ekki er erfitt að greina myntina sem fannst í Skriðdal af þeirn liluta
áletrunar sem séð verður. Myntin er slegin fyrir annan tveggja bræðra,
annað hvort Eadvig, sem var konungur yfir Englandi 955-57, en kon-
ungur í Wessex 957-9, eða Edgar, sem var konungur í Mercia 957-959 og
í Englandi öllu 959-75. Edgar steypti bróður sínum úr hásæti árið 959,
en þeir bræður voru þá aðeins 19 og 15 ára gamlir.
Með því að bera saman ljósmyndir af myntinni við Sylloge of Coins
of the British Isles (2. og 6. bindi) sýnist mér líklegt að myntin hafi verið
slegin á tímum Eadvigs fremur en Edgars, en vegna þess hve lítið brot er
eftir af peningnum, er erfitt að vera viss.
Það skiptir litlu máli fyrir tímasetningu fundarins hvor konunganna lét
slá peninginn, enda hefur nýleg C 14 greining á hrossbeini gefið aldur-
inn 960 +/- 60 ár.
Mynt frá i i. öld
Fjórði peningurinn var grafinn upp 1996 þegar verið var að endurbyggja
og gera við forsetasetrið á Bessastöðum. Fornleifarannsókn hefur farið
fram samhliða viðgerðunum, undir og umhverfis undirstöður 18. aldar-
byggingarinnar, Bessastaðastofu. Fram hafa komið leifar margra eldri
bygginga frá ýmsum öldum. Peningurinn fannst í mjög umrótuðu lagi
með móösku og eldsleifum og var lagið talið frá 13. öld.
Aðeins fannst helmingur af peningnum og þegar ég var beðinn að
greina hann var mér fengin ljósmynd af báðum hliðum hans. Fyrst sýnd-
ist mér að þetta gæti verið býsanskur peningur en eftir nákvæma og ítar-
lega athugun komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri norsk mynt,
slegin á tímabilinu 1080-1095, en ekki er vitað fyrir hvern. Þessa penings
er getið hér þó að hann sé frá því eftir lok víkingaaldar. Það vekur furðu