Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 110
114
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
moldargólf, ca 6-8 cm þykkt. Nokkrir hlutir fundust í því. Eftir að sáirnir
höfðu verið fjarlægðir virðast holurnar hafa verið notaðar sem ruslagryij-
ur. I sáförunum fannst m.a. hluti af ísbjarnarkjálka, lykill og strikahefill.
I nokkrum sniðum vestan við skálann mátti sjá veggjarleifar, sem
benda til að ein eða fleiri litlar byggingar geti hafa staðið rétt vestan við
skálann. Vegna þess að áin hefur brotið framan af vestasta hluta bæjarins
er ekki hægt að skera úr um hvernig þessar veggjaleifar tengjast, en lík-
legt er að þær tilheyri síðasta notkunarskeiði skálans.
Sunnan við skálann er á þessum tíma reist bygging (XIX) sem ekki var
hægt að rannsaka til fulls vegna sífrera en er að minnsta kosti 3,9 m frá
norðri til suðurs og 3,6 m frá austri til vesturs. Suðurveggurinn sem er 1
m að breidd, er aðeins varðveittur á stuttum kafla. Ain hefur tekið nokk-
uð af byggingunni að vestan og norðurveggurinn hefur verið fjarlægður
þegar síðari byggingar voru reistar. Austurhluti byggingarinnar varð ekki
kannaður vegna sífrera.
Gólflagið mátti sjá sem 1-2 cm þykkt brúnt fitukennt lag, blandað
höggspónum, beinflísum og voru í því nokkrir gripir. Yfir gólflaginu lá
þétt viðarkolalag (brunalag), allt að 8 cm að þykkt, og ofan á því rauð-
brennd móaska með fáeinum mjög eldsmerktum hellum.
I suðurhluta herbergisins fannst niðurgrafin stoð sem var 15 cm í
þvermál. Hún hafði brunnið niður að gólfi.
„Eldsvoðimt mikli“
Síðasta notkunarskeiði skálans lýkur með miklum eldsvoða, sem virðist
hefjast í suðurhluta hans. Allt timburverk í húsinu hefur brunnið til
kaldra kola niður að gólfi. Á gólfmu hefur myndast aflt að 8 cm þykkt lag
af koluðum fjalabútum úr þaki og burðargrind hússins, og þar ofan á
liggur um 5-10 cm þykkt lag af rauðbrenndri móösku úr þaktorfmu.
Þegar stían (lokrekkjan) brennur, hefur hurðin sem var fyrir henni fall-
ið frá frambrún bekkjar og að veggnum. I stíunni og undir koluðu hurð-
inni fundust plöntuleifar og sauðatað sem sýni voru tekin úr. Norðan við
dyrnar, ofan á gólflaginu var kolað, nánast gjaflkennt lag, sem ekki er ljóst
hvernig hefur myndast. Ef til vill eru þetta leifar af kind sem brann inni.
Húsið (XIX) sem var rétt sunnan við skálann brann til grunna um leið
og skálinn. Aftur á móti er ekki að sjá unnnerki um bruna á húsunum
vestan og norðan við skálann.
Eftir brunann hefur bærinn hugsanlega verið yfirgefinn um tíma áður
en uppbygging hefst að nýju. Þá er ekki reistur nýr skáli heldur mörg
minni herbergi, og þáttaskil verða í sögu bæjarins.